Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 15:14 Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Davíð Þór Björginsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur skilað greinargerð sinni til Hæstaréttar vegna endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Gerir hann þá kröfu að Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Guðmund Einarsson og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af í kjallaraíbúð að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði 27. Janúar árið 1974. Þá gerir settur ríkissaksóknari þá kröfu að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974. Eru flutningarnir á líkinu sagðar hafa farið fram í bifreið sem Albert hafði til umráða og ók. Þá gerir ákæruvaldið þá kröfu að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Geirfinn Einarsson, í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum svo hann hlaut bana af aðfaranótt miðvikudagsins 20. Nóvember árið 1974. Voru þeir sakaðir um að hafa komið líkinu fyrir í bifreið sem Guðjón ók um nóttina að heimili ákærða Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 í Reykjavík.Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili.visir/bragi guðmundssonSönnunarmat ekki í samræmi við meginreglu Í greinargerð saksóknara kemur fram að þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hafi verið sakfelldir í Hæstarétti fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og Albert Klahn sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Segir saksóknari að sakfellingar hafi verið byggðar á heildarmati á sönnunargildi fram kominna sönnunargagna á grundvelli þeirra réttarreglna og sjónarmiða um sönnun sem giltu á þeim tíma sem dómar sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar voru kveðnir upp. Þá er gerð sú krafa að málsvarnarlaun skipaðra verjenda þeirra Alberts Klahn Skaftasonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar og skipaðra verjenda vegna Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Marinós Ciesielski greiðist úr ríkissjóði. Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. Settur ríkissaksóknari telur eðlilegt að skilja niðurstöðu endurupptökunefndar þannig að nefndin líti svo á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunarmat í málinu hafi ekki verið í samræmi við þá meginreglu sakamálaréttarfars að fram hafi verið komin sönnun um sekt sakborninganna sem ekki yrði véfengd með skynsamlegum rökum.Forsendur Hæstaréttar veikarSettur saksóknari bendir á að endurupptökunefnd hafi brotið til mergjar sönnunarmat Hæstaréttar. Sú greining gefur að mati setts ríkissaksóknara á sannfærandi hátt til kynna, að ýmsar þær forsendur sem Hæstiréttur gaf sér um áreiðanleika játninganna, hafi verið nokkuð veikar, svo sem um það hvenær játningar komu fram, hversu langt þær gengu á hverjum tímapunkti og hvenær þær voru fyrst dregnar til baka.Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.VísirEkki tekið tillit til gríðarlega langrar einangrunar Þá sé ljóst að í dómi Hæstaréttar er við mat á gildi játninga ekki tekið tillit til þess að allir dómfelldu, nema Albert Klahn, sættu gríðarlega löngu gæsluvarðhaldi í einangrun, sem var allt frá ríflega einu ári og allt að ríflega tveimur árum. Sérstök ástæða er til að leggja áherslu á að játningar í Geirfinnsmáli lágu ekki fyrir fyrr en dómfelldu Sævar Marinó og Kristján Viðar höfðu verið tæpt ár í einangrun. Þá leiða úrskurðirnir í ljós að harðræði sem dómfelldu máttu sæta var sennilega meira og tíðara en forsendur Hæstaréttar gera ráð fyrir, en vistun í einangrun og önnur meðferð dómfellu í gæsluvarðhaldi fékk ekki vægi við mat á gildi játninga og framburða sem sönnunargagna. Brot á reglum mun algengari og víðtækari en vitneskja var um Enn leiða úrskurðirnir í ljós, einkum með skoðun á fangelsisdagbókum, að fjöldi yfirheyrsla, viðtala og samprófana var verulega umfram það sem áður var vitað og brot á reglum um meðferð opinberra mála mun algengari og víðtækari en Hæstiréttur hafði vitneskju um. Þá gera gríðarlegur fjöldi yfirheyrsla og margar samprófanir, sem voru með öllu óskráðar, að verkum að örðugt er að greina hvað í framburði dómfelldu var frá þeim sjálfum komið og hvað var borið á milli þeirra af rannsóknarmönnum, en endurupptökunefnd telur sig hafa margar vísbendingar um slík vinnubrögð. Ennfremur var aðgengi að réttargæslumönnum og verjendum takmarkað og á köflum verulegar skorður settar við því. Lík Guðmundar og Geirfinns fundust aldrei. Ekki er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi.VísirEngin áþreifanleg sönnunargögn um að mönnunum hafi verið ráðinn bani Saksóknari tekur fram að við sakfellingu hafi fyrst og fremst verið stuðst við játningar sakborninga sem og annan framburð hvers þeirra um sig, um þátt hinna í atlögu að Guðmundi og Geirfinni.Framburðir vitna styðja einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu. Á hinn bóginn hafa lík hinna horfnu manna aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotavattvangi og engum áþreifanlegum sönnunargögnum er til að dreifa um að mönnum þessum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Þá er þess að geta að dómfelldu þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar afturkölluðu játningar sínar eftir að dómsmeðferð málsins hófst, sem og lykilvitni í Geirfinnsmálinu, en ekki þótti mark takandi á þessum afturköllunum. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Davíð Þór Björginsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur skilað greinargerð sinni til Hæstaréttar vegna endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Gerir hann þá kröfu að Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Guðmund Einarsson og misþyrmt honum svo að hann hlaut bana af í kjallaraíbúð að Hamarsbraut 11 í Hafnarfirði 27. Janúar árið 1974. Þá gerir settur ríkissaksóknari þá kröfu að Albert Klahn Skaftason verði sýknaður af ákæru um að hafa tálmað rannsókn á broti þremenninganna með því að veita þeim liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar 27. janúar árið 1974. Eru flutningarnir á líkinu sagðar hafa farið fram í bifreið sem Albert hafði til umráða og ók. Þá gerir ákæruvaldið þá kröfu að Sævar og Guðjón Skarphéðinsson verði sýknaðir af ákæru um að hafa ráðist á Geirfinn Einarsson, í Dráttarbrautinni í Keflavík og misþyrmt honum svo hann hlaut bana af aðfaranótt miðvikudagsins 20. Nóvember árið 1974. Voru þeir sakaðir um að hafa komið líkinu fyrir í bifreið sem Guðjón ók um nóttina að heimili ákærða Kristjáns Viðars að Grettisgötu 82 í Reykjavík.Þekkt mynd frá réttarhöldunum. Óhætt er að fullyrða að Guðmundar- og Geirfinnsmálin hafi heltekið þjóðina á löngu tímabili.visir/bragi guðmundssonSönnunarmat ekki í samræmi við meginreglu Í greinargerð saksóknara kemur fram að þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar hafi verið sakfelldir í Hæstarétti fyrir að hafa orðið Guðmundi Einarssyni að bana og Albert Klahn sakfelldur fyrir að hafa raskað ummerkjum brotsins með meintri aðstoð sinni við líkflutninga. Þá voru þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Guðjón sakfelldir fyrir að hafa orðið Geirfinni Einarssyni að bana. Segir saksóknari að sakfellingar hafi verið byggðar á heildarmati á sönnunargildi fram kominna sönnunargagna á grundvelli þeirra réttarreglna og sjónarmiða um sönnun sem giltu á þeim tíma sem dómar sakadóms Reykjavíkur og Hæstaréttar voru kveðnir upp. Þá er gerð sú krafa að málsvarnarlaun skipaðra verjenda þeirra Alberts Klahn Skaftasonar, Guðjóns Skarphéðinssonar og Kristjáns Viðars Júlíussonar og skipaðra verjenda vegna Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Marinós Ciesielski greiðist úr ríkissjóði. Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. Settur ríkissaksóknari telur eðlilegt að skilja niðurstöðu endurupptökunefndar þannig að nefndin líti svo á að verulegar líkur hafi verið leiddar að því að sönnunarmat í málinu hafi ekki verið í samræmi við þá meginreglu sakamálaréttarfars að fram hafi verið komin sönnun um sekt sakborninganna sem ekki yrði véfengd með skynsamlegum rökum.Forsendur Hæstaréttar veikarSettur saksóknari bendir á að endurupptökunefnd hafi brotið til mergjar sönnunarmat Hæstaréttar. Sú greining gefur að mati setts ríkissaksóknara á sannfærandi hátt til kynna, að ýmsar þær forsendur sem Hæstiréttur gaf sér um áreiðanleika játninganna, hafi verið nokkuð veikar, svo sem um það hvenær játningar komu fram, hversu langt þær gengu á hverjum tímapunkti og hvenær þær voru fyrst dregnar til baka.Alls voru sex sakfelldir fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.VísirEkki tekið tillit til gríðarlega langrar einangrunar Þá sé ljóst að í dómi Hæstaréttar er við mat á gildi játninga ekki tekið tillit til þess að allir dómfelldu, nema Albert Klahn, sættu gríðarlega löngu gæsluvarðhaldi í einangrun, sem var allt frá ríflega einu ári og allt að ríflega tveimur árum. Sérstök ástæða er til að leggja áherslu á að játningar í Geirfinnsmáli lágu ekki fyrir fyrr en dómfelldu Sævar Marinó og Kristján Viðar höfðu verið tæpt ár í einangrun. Þá leiða úrskurðirnir í ljós að harðræði sem dómfelldu máttu sæta var sennilega meira og tíðara en forsendur Hæstaréttar gera ráð fyrir, en vistun í einangrun og önnur meðferð dómfellu í gæsluvarðhaldi fékk ekki vægi við mat á gildi játninga og framburða sem sönnunargagna. Brot á reglum mun algengari og víðtækari en vitneskja var um Enn leiða úrskurðirnir í ljós, einkum með skoðun á fangelsisdagbókum, að fjöldi yfirheyrsla, viðtala og samprófana var verulega umfram það sem áður var vitað og brot á reglum um meðferð opinberra mála mun algengari og víðtækari en Hæstiréttur hafði vitneskju um. Þá gera gríðarlegur fjöldi yfirheyrsla og margar samprófanir, sem voru með öllu óskráðar, að verkum að örðugt er að greina hvað í framburði dómfelldu var frá þeim sjálfum komið og hvað var borið á milli þeirra af rannsóknarmönnum, en endurupptökunefnd telur sig hafa margar vísbendingar um slík vinnubrögð. Ennfremur var aðgengi að réttargæslumönnum og verjendum takmarkað og á köflum verulegar skorður settar við því. Lík Guðmundar og Geirfinns fundust aldrei. Ekki er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotavettvangi.VísirEngin áþreifanleg sönnunargögn um að mönnunum hafi verið ráðinn bani Saksóknari tekur fram að við sakfellingu hafi fyrst og fremst verið stuðst við játningar sakborninga sem og annan framburð hvers þeirra um sig, um þátt hinna í atlögu að Guðmundi og Geirfinni.Framburðir vitna styðja einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu. Á hinn bóginn hafa lík hinna horfnu manna aldrei fundist, ekkert er vitað um dánarorsök, engin ummerki fundust um átök eða mannslát á meintum brotavattvangi og engum áþreifanlegum sönnunargögnum er til að dreifa um að mönnum þessum hafi yfirhöfuð verið ráðinn bani. Þá er þess að geta að dómfelldu þeir Sævar Marinó, Kristján Viðar og Tryggvi Rúnar afturkölluðu játningar sínar eftir að dómsmeðferð málsins hófst, sem og lykilvitni í Geirfinnsmálinu, en ekki þótti mark takandi á þessum afturköllunum.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Sævar Ciesielski fær nýjan verjanda Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielskis, segir öllu máli skipta að málinu verði gerð rækileg skil í Hæstarétti. 21. desember 2017 08:00