Fram náði í sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þetta árið þegar liðið mætti Víkingi R. í Egilshöll í kvöld.
Guðmundur Magnússon skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 24. mínútu og kom Fram yfir fyrir leikhléið.
Víkingar spiluðu megnið af seinni hálfleik einum fleiri eftir að Framarar fengu rautt spjald á 55. mínútu. Þeir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn og misstu eigin leikmann út af á 95. mínútu.
Fram er þó ennþá í botnsæti riðils 1 á markatölu. Víkingur R. er í þriðja sæti með 3 stig, líkt og Njarðvík og ÍBV sem mætast á morgun.
Fyrsti sigur Fram kom gegn Víkingum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn


Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Íslenski boltinn