„Sveitarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna umferðaröryggismála við Kerið þar sem umferð hefur aukist verulega,“ segir í bókun sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu 27. febrúar hafnaði sveitarstjórnin hugmyndum um uppbyggingu frekari ferðaþjónustu við Kerið því landeigendur féllust á að flytja aðkomuleið að náttúruperlunni á tryggari stað austar á Biskupstungnabraut.
„Þegar það koma tíu bílar á þrjátíu mínútna fresti þá er þetta orðin gríðarleg traffík,“ sagði Gunnar Þorgeirsson oddviti.
Óskað hefur verið eftir tillögum Vegagerðarinnar um úrbætur.
Tryggja beri öryggi við Kerið

Tengdar fréttir

Ágreiningur um staðsetningu stöðvar opnun veitingahúss við Kerið
Eigendum Kersins í Grímsnesi hefur verið synjað um leyfi til uppbyggingar á staðnum. Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsness- og Grafningshrepps, segir sveitarstjórnina vilja að framkvæmt verði annars staðar á svæðinu en óskað sé eftir.