Elstu tré Hafnarfjarðar felld til að bjarga Siggubæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Lerkitrjánum við suðurgafl Siggubæjar mun hafa verið plantað árið 1926. Hafnarfjarðarbær „Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
„Þetta er eiginlega spurning um hvort það sé hægt að viðhalda húsinu eða hvort trén eigi að fá að vera,“ segir Steinar Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, um tvö af elstu trjám bæjarins sem til stendur að fella. Um er að ræða tvö lerkitré sem standa við suðurgafl Siggubæjar, eins elsta húss Hafnarfjarðar, sem heyrir undir byggðasafn bæjarins. Í greinargerð garðyrkjustjóra segir að lerkið hafi „í áratugi verið hægt og bítandi að berja húsið og þá þakkantinn“ þannig að verulega sjái á. „Til að hægt sé að lagfæra bæinn neyðumst við til að fjarlægja trén.“ Upphaflega vildi Steinar að trjánum yrði hlíft. „Er algerlega á móti því að fella þau,“ sagði hann í tölvupósti er bæjarskrifstofurnar inntu hann álits á málinu. Benti hann á að trén væru með þeim elstu sem vitað sé um í Hafnarfirði. Á lóðinni sé jafnframt heggur sem sé elsta tré bæjarins svo vitað sé. Heggurinn sé væntanlega rótarskot frá tré sem plantað hafi verið árið 1913. „Það ætti í raun að friða þessi tré!“ lagði Steinar áherslu á. Nú segist Steinar hafa kynnt sér málið nánar. „Ég sagði að mér fyndist sögunnar vegna að það ætti að friða þau en nú er ég búinn að skoða aðstæður betur,“ segir Steinar og bendir á að lerkitrén hafi á sínum tíma verið sett alveg upp við suðurgafl hússins, sennilega til að tryggja þeim skjól. Að auki sé klöpp undir þeim og því séu þau fremur lítil.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira