Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. mars 2018 09:00 Grunnlaun borgarfulltrúa eru 699 þúsund en stór hluti þeirra er vel yfir milljón krónum. Vísir/ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira