Hóteleigandi lagði Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2018 07:05 Starfsmenn hótelsins voru ekki lengi að fjarlægja nafn Trump af hótelinu. Vísir/AFP Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. Innan örfárra klukkustunda frá dómsuppkvaðningunni fjalægðu starfsmenn hótelsins nafn Trump af byggingunni. Kýpverski kaupsýslumaðurinn Orestes Fintiklis hefur á síðustu misserum barist hatrammlega fyrir því að slíta samningi sínum við The Trump Organization. Eins og nafnið gefur til kynna var það stofnað af Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, en hann hætti afskiptum af fyrirtækinu eftir að hann tók við embætti. Börn hans, sem jafnframt eru helstu ráðgjafar forsetans, hafa þó ennþá puttana í því. Kýpverski kaupsýslumaðurinn segir að þessi tengsl séu helsta ástæða þess að tekjur hótelsins hafi hrunið. Gestum hafi fækkað mjög eftir að Trump tók við embætti forseta fyrir rúmu ári. Hann hefur hins vegar tekið gleði sína á ný eftir að hafa lagt forsetafyrirtækið. „Panama hefur gert okkur stolt,“ er haft eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins. Fintiklis segist ætla að halda rekstri hótelsins áfram en nú undir öðru nafni. Hvað það nafn verður fylgir þó ekki sögunni. The Trump Organization hefur sagst ætla að áfrýja dómnum til hærra dómstigs. Mið-Ameríka Panama Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. Innan örfárra klukkustunda frá dómsuppkvaðningunni fjalægðu starfsmenn hótelsins nafn Trump af byggingunni. Kýpverski kaupsýslumaðurinn Orestes Fintiklis hefur á síðustu misserum barist hatrammlega fyrir því að slíta samningi sínum við The Trump Organization. Eins og nafnið gefur til kynna var það stofnað af Donald Trump, sem nú er forseti Bandaríkjanna, en hann hætti afskiptum af fyrirtækinu eftir að hann tók við embætti. Börn hans, sem jafnframt eru helstu ráðgjafar forsetans, hafa þó ennþá puttana í því. Kýpverski kaupsýslumaðurinn segir að þessi tengsl séu helsta ástæða þess að tekjur hótelsins hafi hrunið. Gestum hafi fækkað mjög eftir að Trump tók við embætti forseta fyrir rúmu ári. Hann hefur hins vegar tekið gleði sína á ný eftir að hafa lagt forsetafyrirtækið. „Panama hefur gert okkur stolt,“ er haft eftir honum á vef breska ríkisútvarpsins. Fintiklis segist ætla að halda rekstri hótelsins áfram en nú undir öðru nafni. Hvað það nafn verður fylgir þó ekki sögunni. The Trump Organization hefur sagst ætla að áfrýja dómnum til hærra dómstigs.
Mið-Ameríka Panama Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira