„Helst langar okkur að fólk dvelji yfir nótt“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. mars 2018 21:00 Uppgangur er og ýmis tækifæri til staðar í ferðaþjónustu í Grímsey Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla. Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Bættar samgöngur til Grímseyjar hafa orðið þess valdandi að erlendir ferðamenn eru farnir að sýna eyjunni meiri áhuga. Ferðamálafræðingur segir greinina blómstra og að helsti draumurinn sé að ferðamenn dvelji í eyjunni yfir nótt í meira mæli. Líkt og fjallað hefur verið um hefur uppgangur í ferðaþjónustu víða um land verið ævintýri líkastur. Ferðamenn hafa sótt til að mynda meira á Norðurland en samgöngur hafa verið bættar eins og með Héðinsfjarðargöngum og nú síðast með bættum samgöngum til Grímseyjar en þannig er reynt að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið. Ferðaþjónustuaðili segir að greinin blómstri í eyjunni og að grundvöllur sé fyrir heilsárs starfsemi en ekki bara yfir sumartímann eins og nú er. „Það er fullt af tækifærum og möguleikar. Það er hægt að byggja meira við ferðaþjónustuna,“ segir Halla Ingólfsdóttir, ferðamálafræðingur sem búsett er í Grímsey. Ferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar var fjölgað nýverið úr þremur í fjórar ferðir á viku yfir vetrartímann á sumrin bætist við ferð í hverri viku. Þá var fargjaldið lækkað um rúmar 1300 krónur og er í dag 3500.- krónur. Þá fljúga Nordlandair til eyjarinnar þrisvar í viku yfir vetrartímann. „Við erum alltaf að auka fjölbreytni í afþreyingarferðaþjónustu og erum alltaf að þróa og reyna koma með nýjar hugmyndir og við erum með margt nýtt á prjónunum,“ segir Halla. Ósnortin náttúra er helsta aðdráttaraflið en afþreyingin skiptir miklu máli og geta ferðamenn meðal annars kynnst gömlum hefðum. „Við byrjuðum síðasta sumar að háfa og við erum að fara háfa og sleppa. Við erum að fara háfa og setja merki, þannig að hægt sé að fylgjast með fuglinum,“ segir Halla. Erfitt er þau að telja aukningu í gistinóttum í eynni þar sem flestir þeirra ferðamanna sem í eyjuna koma stoppa í einungis tvær klukkustundir. „Yfir vetrartímann þá eru þetta tveir tímar en eins og í sumar að þá stoppar hún (ferjan) í fimm tíma þrisvar í viku og svo fjóra tíma, þannig að það er aðeins lengra. Helst langar okkur líka að fólk komi og dvelji yfir nótt,“ segir Halla.
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00