Byssumaðurinn handtekinn eftir sólarhringsleit Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2018 09:11 James Eric Davis yngri er grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Vísir/AFP Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38
Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23