Móta tillögur um lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. mars 2018 18:07 Fyrsta skref í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár. Mynd/Velferðarráðuneytið Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum þann 1. apríl á þessu ári. „Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig tryggja megi að fjárframlög vegna kostnaðar aldraðra og öryrkja við tannlæknaþjónustu nýtist sem best í samræmi við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar í því skyni að draga úr greiðsluþátttöku lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Samkvæmt reglugerð nr. 451/2013 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar að nema 75% að jafnaði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostnaðarlausu. „Greiðsluhlutfallið sem kveðið er á um í reglugerðinni tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega sem hefur verið óbreytt frá árinu 2004. Hún endurspeglar því engan veginn raunverulegan tannlækniskostnað lífeyrisþega sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna. Í raun nema því greiðslur ríkisins að jafnaði um fjórðungi af þeim kostnaði sem lífeyrisþegar greiða fyrir tannlækningar.“ Formaður starfshópsins er Þórunn Pálína Jónsdóttir en aðrir nefndarmenn eru Hólmfríður Guðmundsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Magnús Björnsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Fyrsta skrefið í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár en með fjárlögum 2018 var ákveðið að auka framlög til þessa verkefnis um hálfan milljarð króna. Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fjalla um aukna greiðsluþátttöku ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja. Hópurinn á að skila ráðherra tillögum þann 1. apríl á þessu ári. „Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um hvernig tryggja megi að fjárframlög vegna kostnaðar aldraðra og öryrkja við tannlæknaþjónustu nýtist sem best í samræmi við þarfir þeirra sem þurfa á þjónustu að halda. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er hálfur milljarður króna til ráðstöfunar í því skyni að draga úr greiðsluþátttöku lífeyrisþega vegna tannlæknaþjónustu,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Samkvæmt reglugerð nr. 451/2013 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði við tannlækningar ætti greiðsluþátttaka ríkisins í kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar að nema 75% að jafnaði og vera einstaklingum á hjúkrunarheimilum að kostnaðarlausu. „Greiðsluhlutfallið sem kveðið er á um í reglugerðinni tekur mið af gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands vegna tannlækninga lífeyrisþega sem hefur verið óbreytt frá árinu 2004. Hún endurspeglar því engan veginn raunverulegan tannlækniskostnað lífeyrisþega sem greiða samkvæmt gjaldskrá starfandi tannlækna. Í raun nema því greiðslur ríkisins að jafnaði um fjórðungi af þeim kostnaði sem lífeyrisþegar greiða fyrir tannlækningar.“ Formaður starfshópsins er Þórunn Pálína Jónsdóttir en aðrir nefndarmenn eru Hólmfríður Guðmundsdóttir, Elín Sigurgeirsdóttir, Magnús Björnsson, Vilhjálmur Hjálmarsson og Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir. Fyrsta skrefið í lækkun tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verður stigið eftir mitt þetta ár en með fjárlögum 2018 var ákveðið að auka framlög til þessa verkefnis um hálfan milljarð króna.
Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira