Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Gylfi Arnbjörnsson og Ragnar Þór Ingólfsson á fundi í gær. Vísir/Eyþór „Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu og mín skoðun er sú hún skrifast algjörlega á forseta ASÍ,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um að tillaga um að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði var felld á formannafundi ASÍ í gær. Kjarasamningar munu gilda til ársloka, þrátt fyrir að nær einhugur sé um að forsendur núgildandi samninga séu brostnar. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Ragnar Þór er harðorður í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, vegna niðurstöðunnar sem í raun hafi verið ákveðið vantraust á hann. „Ef forsetinn kýs með því að segja upp samningum en hefur ekki bakland meirihluta formanna innan ASÍ þá er það ákveðið vantraust á hann. Hann átti að koma fram miklu fyrr og mynda stemminguna sem við vildum fá um uppsögnina. Ég held að það hafi verið meðvitað gert að gera það ekki.“„Gylfi var ekki að skapa þá stemmingu í aðdraganda þess sem við sáum í gær, en svo þegar niðurstaðan er klár þá er allt í einu kominn mikill vígahugur og baráttukraftur sem ég varð ekki var við í aðdraganda fundarins. Þetta var bara leikrit. Ragnar gengur svo langt að fullyrða að þetta hafi verið niðurstaðan sem Gylfi hafi sóst eftir og engin alvara hafi fylgt atkvæði hans með því að segja upp samningunum. Fyrir liggi að fyrir fundinn hafi verið búið að ákveða í baklandi félaganna hvert atkvæðið yrði. „Menn hafa verið búnir að reikna þetta út og hann gat því farið á fundinn með sitt eina atkvæði og verið vígreifur, hugsanlega vitandi það hver niðurstaðan yrði. Svo baðar hann sig í því núna. En sigurvegari dagsins er Gylfi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur niðurstöðuna gefa hugmyndum um að VR gangi úr ASÍ byr undir báða vængi en það mál er í ferli innan félagsins og býst hann við atkvæðagreiðslu um það fyrr en seinna. Gylfi segir þessi ummæli Ragnars vart svaraverð og mikil vonbrigði að hann kjósi að bregðast svo við. „Ragnar Þór hefur mjög sérstakt vinnulag við að byggja upp samstöðu innan okkar hreyfingar. Ég skil ekki háttalagið. Ég hef hvergi farið í grafgötur með mína afstöðu, hvorki í samninganefnd, miðstjórn né í samtölum við mína félaga. Það var ljóst að það væru um þetta skiptar skoðanir. Þær skoðanir voru ekki á mér heldur á efni kjarasamningsins,“ segir Gylfi. Hann hafi fengið stuðning til að þessi ákvörðun yrði tekin á fundi formanna og treysti þeim fyrir þeirri ákvörðun og virði niðurstöðuna. Skýrt hafi komið fram í gær mikilvægi þess að mynda samstöðu innan hreyfingarinnar um næstu skref.„Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að formaður okkar stærsta aðildarfélags velji sér þennan pól í hæðina í því viðfangsefni að byggja upp samstöðu. En þetta er ekki nýlunda og hann verður að eiga það við sig og sitt bakland hvernig hann vill leggja sitt af mörkum í því.“ Gylfi vísar því sömuleiðis á bug að hann hafi haft yfirsýn yfir það hvernig atkvæðagreiðslan myndi falla. „Það gat ég ekki vitað frekar en aðrir.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
„Ég er mjög svekktur með þessa niðurstöðu og mín skoðun er sú hún skrifast algjörlega á forseta ASÍ,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um að tillaga um að segja upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði var felld á formannafundi ASÍ í gær. Kjarasamningar munu gilda til ársloka, þrátt fyrir að nær einhugur sé um að forsendur núgildandi samninga séu brostnar. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Ragnar Þór er harðorður í garð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, vegna niðurstöðunnar sem í raun hafi verið ákveðið vantraust á hann. „Ef forsetinn kýs með því að segja upp samningum en hefur ekki bakland meirihluta formanna innan ASÍ þá er það ákveðið vantraust á hann. Hann átti að koma fram miklu fyrr og mynda stemminguna sem við vildum fá um uppsögnina. Ég held að það hafi verið meðvitað gert að gera það ekki.“„Gylfi var ekki að skapa þá stemmingu í aðdraganda þess sem við sáum í gær, en svo þegar niðurstaðan er klár þá er allt í einu kominn mikill vígahugur og baráttukraftur sem ég varð ekki var við í aðdraganda fundarins. Þetta var bara leikrit. Ragnar gengur svo langt að fullyrða að þetta hafi verið niðurstaðan sem Gylfi hafi sóst eftir og engin alvara hafi fylgt atkvæði hans með því að segja upp samningunum. Fyrir liggi að fyrir fundinn hafi verið búið að ákveða í baklandi félaganna hvert atkvæðið yrði. „Menn hafa verið búnir að reikna þetta út og hann gat því farið á fundinn með sitt eina atkvæði og verið vígreifur, hugsanlega vitandi það hver niðurstaðan yrði. Svo baðar hann sig í því núna. En sigurvegari dagsins er Gylfi,“ segir Ragnar Þór. Hann telur niðurstöðuna gefa hugmyndum um að VR gangi úr ASÍ byr undir báða vængi en það mál er í ferli innan félagsins og býst hann við atkvæðagreiðslu um það fyrr en seinna. Gylfi segir þessi ummæli Ragnars vart svaraverð og mikil vonbrigði að hann kjósi að bregðast svo við. „Ragnar Þór hefur mjög sérstakt vinnulag við að byggja upp samstöðu innan okkar hreyfingar. Ég skil ekki háttalagið. Ég hef hvergi farið í grafgötur með mína afstöðu, hvorki í samninganefnd, miðstjórn né í samtölum við mína félaga. Það var ljóst að það væru um þetta skiptar skoðanir. Þær skoðanir voru ekki á mér heldur á efni kjarasamningsins,“ segir Gylfi. Hann hafi fengið stuðning til að þessi ákvörðun yrði tekin á fundi formanna og treysti þeim fyrir þeirri ákvörðun og virði niðurstöðuna. Skýrt hafi komið fram í gær mikilvægi þess að mynda samstöðu innan hreyfingarinnar um næstu skref.„Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum yfir því að formaður okkar stærsta aðildarfélags velji sér þennan pól í hæðina í því viðfangsefni að byggja upp samstöðu. En þetta er ekki nýlunda og hann verður að eiga það við sig og sitt bakland hvernig hann vill leggja sitt af mörkum í því.“ Gylfi vísar því sömuleiðis á bug að hann hafi haft yfirsýn yfir það hvernig atkvæðagreiðslan myndi falla. „Það gat ég ekki vitað frekar en aðrir.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum Gengi hlutabréfa allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum. 28. febrúar 2018 16:30