Það mátti greinilega sjá stækkandi kúlu hertogaynjunnar af Cambridge, Kate Middleton en hún fylgdi eiginmanni sínum í skrúðgöngu í tilefni af St.Patrick‘s Day.
Konunglega parið sótti árlega viðburðinn sem haldinn var í London í dag þar sem þau nutu skemmtanahaldsins í frekar köldu veðri. Kate hefur vakið athygli fyrir fágaðan fatasmekk sinn og mætti hún í grænni kápu frá Catherine Walker. Vilhjálmur bretaprins sem er ofursti Írsku lífvarðarsveitarinnar var í viðhafnarbúningi sínum.
Hjónin sem eiga fyrir tvö börn, Georg prins fjögurra ára og Karlottu prinsessu tveggja ára, á von á sínu þriðja barni í næsta mánuði og því styttist biðin eftir þriðja erfingja þeirra hjóna.
Kate geislaði í grænu
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
