Tilfinningaríkur samstöðufundur vegna Afrín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2018 15:42 Fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ til að sýna samstöðu með íbúum Afrín-héraðs í Sýrlandi. Blásið var til samstöðugöngu undir yfirskriftinni „Verjum Afrín! #defendafrin“. Félagasamtökin Andrými, Róttæki sumarháskólinn og No Borders Iceland standa að framtakinu. Fjöldi fólks er nú á flótta í norðurhluta Afrín-héraðs undan árásum tyrkneskra hersveita og samherja þeirra. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan eitt en þaðan lá leiðin að Austurvelli þar sem fram fóru ræðuhöld. Einn þeirra sem hélt ræðu var Salah Karim Mahmoob, sem fyrir rúmlega tuttugu árum flutti til Íslands frá kúrdíska hlutanum í Írak, Bashoor.Að sögn Salah var samstöðufundurinn tilfinningaríkur.vísir/sigurjónÍ samtali við Vísi segir Salah að samstöðufundurinn hafi verið tilfinningaríkur. „Fólk klappaði fyrir okkur og það kom og knúsaði okkur. Ég var stundum með tár í augunum.“ Hann segir margmenni hafi komið saman í dag. Í göngunni hafi fylkt liði Íslendingar sem og útlendingar. Kúrdar frá öllum heimshornum hafi slegist í för í þeim tilgangi að sýna íbúum Afrín-héraðs samstöðu auk þess að beita íslenskum stjórnvöldum þrýstingi. Í krafti stöðu sinnar geti Ísland lagt sitt af mörkum til að knýja fram frið. „Við verðum að vera sýnileg,“ segir Salah því fólk verði að gera sér grein fyrir því að þetta er veruleiki saklausra borgara þó umrætt stríðshrjáð svæði sé órafjarri Íslandi. Salah segir að margt gott hafi komið út úr þessum samstöðufundi eins og til dæmis að stofna vináttufélag Íslands og Kúrdistan. Til stendur að hittast aftur í næstu viku til að ræða framhaldið.Þess var krafist að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir friði í Afrín-héraði.vísir/sigurjónHér að neðan er hægt að lesa yfirlýsingu samstöðugöngunnar í heild sinni.Á morgun, 17.mars, verða haldin mótmæli til stuðnings íbúum Afrin héraðs í Sýrlandi og til að þrýsta á að íslensk stjórnvöld fordæmi innrás Tyrklands inn í Afrin hérað. Hist verður við Hallgrímskirkju kl.13 og gengið niður á Austurvöll þar sem mótmæladagskrá fer fram. Fyrir tveimur mánuðum gerði tyrkneski herinn innrás inn í Afrin hérað í norðurhluta Sýrlands, bæði með loftárásum á íbúasvæði, landhernaði og samstarfi við herskáa hópa jihadista. Íbúar á svæðinu eru nánast innikróaðir og erfitt er að koma hjálpargögnum þangað. Tyrkneski herinn hefur tekið vatn af borginni Afrin og íbúar hafa því ekki lengur hreint drykkjarvatn. Óttast er að í uppsiglingu séu þjóðarmorð ef ekkert verður að gert. Afrin er eitt af þremur sjálfsstjórnarsvæðum Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi sem saman mynda fylkjasamband Norður-Sýrlands. Hugmyndin á bak við fylkjasambandið er að í stað þess að stofna þjóðríki fyrir kúrdíska íbúa Sýrlands sem löngum hafi verið ofsóttir, eigi að fara nýjar leiðir til stjórnunar svæðisins, sem byggi á að mynda sjálfsstjórnarhéruð í stað þjóðríkja. Innan þessara héraða eigi að ríkja þátttökulýðræði og jafnrétti milli þjóðernishópa og kynja. Þessi bylting hefur verið vonarneisti margra í annars vonlausu ástandi sem ríkir innan landamæra Sýrlands. Afrin hérað hefur hingað til verið eitt fárra friðsamra svæða í Sýrlandi. Þangað hafa fjölmargir flúið á undanförnum árum og hlotið vernd gagnvart ofsóknum ýmissa hryðjuverkahópa á borð við íslamska ríkið. Íslenska ríkið er í hernaðarbandalagi með Tyrkjum og enn hafa íslensk stjórnvöld ekki fordæmt innrásina. Sem meðlimir í NATO berum við líka ábyrgð á morðum á saklausum borgurum í Afrin og þeim sem tekið að sér að verja þá. Við mótmælum þessari þögn stjórnvalda og fordæmum innrás Tyrkja inn í héraðið! Sýrland Tengdar fréttir Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00 Hálft hundrað þúsunda flúði Allt að 50.000 almennir borgarar eru sagðir hafa flúið vígstöðvarnar í Afrin-borg og Austur-Ghouta í gær. 17. mars 2018 09:30 Tugir þúsunda óbreyttra borgara á flótta Óbreyttir borgarar flýja í dag tvö svæði, annars vegar Austur-Gúta og hins vegar Afrin. 17. mars 2018 11:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Fjöldi fólks lagði leið sína niður í bæ til að sýna samstöðu með íbúum Afrín-héraðs í Sýrlandi. Blásið var til samstöðugöngu undir yfirskriftinni „Verjum Afrín! #defendafrin“. Félagasamtökin Andrými, Róttæki sumarháskólinn og No Borders Iceland standa að framtakinu. Fjöldi fólks er nú á flótta í norðurhluta Afrín-héraðs undan árásum tyrkneskra hersveita og samherja þeirra. Gengið var frá Hallgrímskirkju klukkan eitt en þaðan lá leiðin að Austurvelli þar sem fram fóru ræðuhöld. Einn þeirra sem hélt ræðu var Salah Karim Mahmoob, sem fyrir rúmlega tuttugu árum flutti til Íslands frá kúrdíska hlutanum í Írak, Bashoor.Að sögn Salah var samstöðufundurinn tilfinningaríkur.vísir/sigurjónÍ samtali við Vísi segir Salah að samstöðufundurinn hafi verið tilfinningaríkur. „Fólk klappaði fyrir okkur og það kom og knúsaði okkur. Ég var stundum með tár í augunum.“ Hann segir margmenni hafi komið saman í dag. Í göngunni hafi fylkt liði Íslendingar sem og útlendingar. Kúrdar frá öllum heimshornum hafi slegist í för í þeim tilgangi að sýna íbúum Afrín-héraðs samstöðu auk þess að beita íslenskum stjórnvöldum þrýstingi. Í krafti stöðu sinnar geti Ísland lagt sitt af mörkum til að knýja fram frið. „Við verðum að vera sýnileg,“ segir Salah því fólk verði að gera sér grein fyrir því að þetta er veruleiki saklausra borgara þó umrætt stríðshrjáð svæði sé órafjarri Íslandi. Salah segir að margt gott hafi komið út úr þessum samstöðufundi eins og til dæmis að stofna vináttufélag Íslands og Kúrdistan. Til stendur að hittast aftur í næstu viku til að ræða framhaldið.Þess var krafist að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir friði í Afrín-héraði.vísir/sigurjónHér að neðan er hægt að lesa yfirlýsingu samstöðugöngunnar í heild sinni.Á morgun, 17.mars, verða haldin mótmæli til stuðnings íbúum Afrin héraðs í Sýrlandi og til að þrýsta á að íslensk stjórnvöld fordæmi innrás Tyrklands inn í Afrin hérað. Hist verður við Hallgrímskirkju kl.13 og gengið niður á Austurvöll þar sem mótmæladagskrá fer fram. Fyrir tveimur mánuðum gerði tyrkneski herinn innrás inn í Afrin hérað í norðurhluta Sýrlands, bæði með loftárásum á íbúasvæði, landhernaði og samstarfi við herskáa hópa jihadista. Íbúar á svæðinu eru nánast innikróaðir og erfitt er að koma hjálpargögnum þangað. Tyrkneski herinn hefur tekið vatn af borginni Afrin og íbúar hafa því ekki lengur hreint drykkjarvatn. Óttast er að í uppsiglingu séu þjóðarmorð ef ekkert verður að gert. Afrin er eitt af þremur sjálfsstjórnarsvæðum Kúrda og bandamanna þeirra í Sýrlandi sem saman mynda fylkjasamband Norður-Sýrlands. Hugmyndin á bak við fylkjasambandið er að í stað þess að stofna þjóðríki fyrir kúrdíska íbúa Sýrlands sem löngum hafi verið ofsóttir, eigi að fara nýjar leiðir til stjórnunar svæðisins, sem byggi á að mynda sjálfsstjórnarhéruð í stað þjóðríkja. Innan þessara héraða eigi að ríkja þátttökulýðræði og jafnrétti milli þjóðernishópa og kynja. Þessi bylting hefur verið vonarneisti margra í annars vonlausu ástandi sem ríkir innan landamæra Sýrlands. Afrin hérað hefur hingað til verið eitt fárra friðsamra svæða í Sýrlandi. Þangað hafa fjölmargir flúið á undanförnum árum og hlotið vernd gagnvart ofsóknum ýmissa hryðjuverkahópa á borð við íslamska ríkið. Íslenska ríkið er í hernaðarbandalagi með Tyrkjum og enn hafa íslensk stjórnvöld ekki fordæmt innrásina. Sem meðlimir í NATO berum við líka ábyrgð á morðum á saklausum borgurum í Afrin og þeim sem tekið að sér að verja þá. Við mótmælum þessari þögn stjórnvalda og fordæmum innrás Tyrkja inn í héraðið!
Sýrland Tengdar fréttir Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00 Hálft hundrað þúsunda flúði Allt að 50.000 almennir borgarar eru sagðir hafa flúið vígstöðvarnar í Afrin-borg og Austur-Ghouta í gær. 17. mars 2018 09:30 Tugir þúsunda óbreyttra borgara á flótta Óbreyttir borgarar flýja í dag tvö svæði, annars vegar Austur-Gúta og hins vegar Afrin. 17. mars 2018 11:48 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Leiðin til Afrin Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum. 17. mars 2018 10:00
Hálft hundrað þúsunda flúði Allt að 50.000 almennir borgarar eru sagðir hafa flúið vígstöðvarnar í Afrin-borg og Austur-Ghouta í gær. 17. mars 2018 09:30
Tugir þúsunda óbreyttra borgara á flótta Óbreyttir borgarar flýja í dag tvö svæði, annars vegar Austur-Gúta og hins vegar Afrin. 17. mars 2018 11:48