Lögfræðistofan í brennidepli Panama-skjalanna hætt starfsemi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 08:47 Lögmannsstofan Mossack Fonseca í Panama stofnaði fjölda aflandsfélaga fyrir viðskiptavini. Vísir/AFP Panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem var miðpunktur umfjöllunar um hin svokölluðu Panama-skjöl hefur hætt starfsemi. Forstjórinn segir orðspor stofunnar hafa beðið svo mikla hnekki að ekki væri hægt að halda starfsemi áfram.Lögfræðistofan komst í heimsfréttirnar í apríl árið 2016 þegar fjölmiðlar birtu umfjallanir upp úr skjölum og gögnum frá lögfræðistofunni. Skjölin sýndu hvernig fjölmargir auðmenn og valdamiklir einstaklingar víða um nýttu sér þjónustu lögfræðistofunnar til þess að fela eignir og fjármuni frá skattayfirvöldum.Umfjöllunin hafði áhrif víða um heim og meðal þeirra sem sagði af sér vegna umfjöllunar upp úr skjölum lögfræðistofunnarvar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra.Stofan var stofnuð árið 1977 og staðsett í Panama.Í yfirlýsingu frá stofunni segir að orðsporshnekkir, umfjöllun fjölmiðla og aðgerðir yfirvalda á Panama hafi valdið óbætanlegum skaða á starfsemi stofunnar og því þurfi að loka henni.Stjórnvöld á Panama gerðu húsleit á skrifstofum stofunnar í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á brasilíska fyrirtækinu Oderbrecht, einu stærsta fyrirtæki S-Ameríku. Fyrirtækið hefur játað að hafa mútað embættismönnum í Panama. Stofan neitar að hafa átt þátt í því máli.Örfáir starfsmenn munu áfram starfa á vegum stofunnar til þess að svara fyrirspurnum og verða við beiðnum frá yfirvöldum sem og einkaaðilum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08 Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Panamíska lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem var miðpunktur umfjöllunar um hin svokölluðu Panama-skjöl hefur hætt starfsemi. Forstjórinn segir orðspor stofunnar hafa beðið svo mikla hnekki að ekki væri hægt að halda starfsemi áfram.Lögfræðistofan komst í heimsfréttirnar í apríl árið 2016 þegar fjölmiðlar birtu umfjallanir upp úr skjölum og gögnum frá lögfræðistofunni. Skjölin sýndu hvernig fjölmargir auðmenn og valdamiklir einstaklingar víða um nýttu sér þjónustu lögfræðistofunnar til þess að fela eignir og fjármuni frá skattayfirvöldum.Umfjöllunin hafði áhrif víða um heim og meðal þeirra sem sagði af sér vegna umfjöllunar upp úr skjölum lögfræðistofunnarvar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra.Stofan var stofnuð árið 1977 og staðsett í Panama.Í yfirlýsingu frá stofunni segir að orðsporshnekkir, umfjöllun fjölmiðla og aðgerðir yfirvalda á Panama hafi valdið óbætanlegum skaða á starfsemi stofunnar og því þurfi að loka henni.Stjórnvöld á Panama gerðu húsleit á skrifstofum stofunnar í síðasta mánuði í tengslum við rannsókn á brasilíska fyrirtækinu Oderbrecht, einu stærsta fyrirtæki S-Ameríku. Fyrirtækið hefur játað að hafa mútað embættismönnum í Panama. Stofan neitar að hafa átt þátt í því máli.Örfáir starfsmenn munu áfram starfa á vegum stofunnar til þess að svara fyrirspurnum og verða við beiðnum frá yfirvöldum sem og einkaaðilum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08 Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum ekki hafna. 15. ágúst 2016 20:08
Eigendur Mossack Fonseca handteknir Jürgen Mossack og Ramon Fonseca, eigendur lögfræðistofunnar Mossack Fonseca, hafa verið handteknir í kjölfar húsleitar sem gerð var í húsnæði lögfræðistofunnar aðfararnótt föstudags. Er lögfræðistofan sögð tengjast umsvifamiklu mútu- og hneykslismáli. 11. febrúar 2017 09:56