Landspítalinn gæti tafist í tíu ár Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Flutningsmaður segir engu skipta hvar flugvöllur er svo fremi að sjúkrahúsið sé á góðum stað. Vísir/GVA Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Umræðan um að byggja nýtt sjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík eftir sameiningu Borgarspítalans og Landspítala er að verða tvítug. Eftir nokkrar staðarvalsgreiningar, fjölda ríkisstjórna og enn fleiri heilbrigðisráðherra hefur niðurstaðan hins vegar alltaf verið sú að skynsamlegast sé að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Þann 22. janúar síðastliðinn fluttu allir þingmenn Miðflokksins þingsályktunartillögu um að ný, óháð og fagleg staðarvalsgreining yrði unnin fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús. Ráðherra hefði tíma til maí- mánaðar 2018 til að flytja þingi skýrslu um niðurstöður staðarvalsgreiningarinnar. Helstu hagsmunaaðilar hafa lagst gegn því að þessi tillaga Miðflokksins verði samþykkt. Þeir sem helst til þekkja segja að líkast til muni ný staðarvalsgreining taka að lágmarki tvö ár í vinnslu, en ekki tvo mánuði, og að þær staðarvalsgreiningar sem þegar hafa verið unnar beri að sama brunni: Hringbrautarlóðin sé sú skynsamlegasta í þessu máli. Verkfræðingafélag Íslands leggst gegn tillögunni. „Það er að mati stjórnar VFÍ óraunhæft að ætla að ný staðarvalsgreining taki tvo mánuði, nær væri að tala um tvö ár,“ segir í umsögn félagsins.„Byggingaráform eru nú þegar komin til framkvæmda á lóð Landspítala við Hringbraut og var ákvörðun um staðarvalið byggð á vandaðri og vel ígrundaðri vinnu fjölmargra fagaðila.“ Skipulagssvið Reykjavíkurborgar telur tillögu Miðflokksins villandi. Fullyrt sé í henni að það vanti tengingar við Hringbraut sem hafi verið í áður samþykktum skipulagstillögum. „Það er alls órökstutt í greinargerð með þingsályktunartillögu að forsendur um staðarval við Hringbraut séu brostnar. Í þessu samhengi er rétt að nefna að ekki hafa verið gerðar neinar verulegar breytingar á umferðarskipulagi á svæðinu frá því sem var ákveðið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001 -2024,“ segir í umsögn Reykjavíkurborgar. Á sama tíma hefur umræða um flugvöllinn í Vatnsmýrinni, steinsnar frá Hringbrautarsjúkrahúsinu, verið fyrirferðarmikil. Vilja margir halda flugvellinum í Vatnsmýri vegna nálægðar við spítalann. Þetta hafa þingmenn Miðflokksins einatt haft á orði. Hins vegar vilja þeir í hina röndina færa sjúkrahúsið fjær flugvellinum, til dæmis á Vífilsstaði. Anna Kolbrún Árnadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hún segir faglegt staðarval ekki hafa komið fram í málinu. „Nei, ég tel það ekki hafa verið unnið. Forsendur hafa breyst svo mikið,“ segir hún. Anna Kolbrún vill einmitt hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, meðal annars vegna öryggissjónarmiða. Að fólk af landsbyggðinni eigi auð- veldara með að komast undir læknishendur í borginni. En af hverju vill hún flytja spítalann í burtu? „Tímafaktorinn breytist ekki svo framarlega sem þú ert áfram á stofnbrautum. Þannig að ef þú keyrir tveimur kílómetrum lengra á Vífilsstaði, þá held ég að tíminn muni ekki breyta svo miklu,“ segir Anna Kolbrún. Þannig að það skiptir ekki máli hvar flugvöllurinn er, svo framarlega sem sjúkrahúsið sé við stofnbraut? „Já, við getum sagt það þannig,“ svarar Anna Kolbrún.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira