Þingmaður sagði nauðsynlegt að siða eiginkonur til með barsmíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:44 Mikil reiði hefur gripið um sig í Úganda vegna ummæla þingmannsins. Skjáskot/NTV Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018 Úganda Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira
Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018
Úganda Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Sjá meira