Össur skrifar nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 09:11 Össur segir Bjarta framtíð dauða og lítið er þá lokið sé. visir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, skrifar heldur nöturlega minningargrein um Bjarta framtíð, sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann vísar til þess að Björt framtíð hyggst ekki ætla að bjóða fram í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Össur segir að eftir Bjarta framtíð liggi minna en ekkert á hinum pólitíska vettvangi. Saga Bjartrar framtíðar sé einhver mesta sorgarsaga íslenskra stjórnmála. Færslan fer hér á eftir í heild sinni. (Millifyrirsagnir eru Vísis.)Eftir flokkinn liggur ekkert Björt framtíð - im memoriam Saga Bjartrar framtíðar er einhver mesta sorgarsaga síðari tíma stjórnmála. Eftir flokkinn liggur ekkert. Hans verður ekki minnst fyrir neitt nema hugsanlega þingmál um að breyta klukkunni og fyrir að springa á limminu í ríkisstjórn á nýju hraðameti í stjórnmálasögunni. Í forystu hans voru þó efnisfólk í upphafi.Vildu þægilega innivinnu Guðmundur Steingrímsson var eitthvert mesta efni sem kom fram í pólitíkinni á síðustu árum. Jón Gnarr gaf flokknum í vöggugjöf aðild að sterkum meirihluta í borginni. En Björt framtíð var hins vegar gjörsneydd málefnum. Síðari tíma forysta hennar virtist einkum berjast fyrir áskrift forystumanna sinna að góðum launum fyrir þægilega innivinnu.Mjög umdeilt var þegar Björt notaði sali þingsins sem einskonar tískusýningarpall.Svo fattaði pöpullinn feikið, fylgið hvarf, og taugakerfið brast einsog frægt varð. Flokkurinn logaði skjótt stafna á milli í illvígum átökum. Jón Gnarr, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Heiða Kristín voru hrakin í burtu. Eftir sat „accidental leader“ sem hvarf einsog íkorni inn í myrkviði ráðuneytis og hefur ekki spurst til síðan.Kjólaframleiðsla vinkonu sinnar Og svo auðvitað Björt Ólafsdóttir sem í morgun lýsti opinberlega löngu liðnu andláti flokksins. Sjálf tók hún sér ógleymanlegan sess í þingsögunni þegar hún notaði sali Alþingis til að láta taka af sér tískumyndir til að auglýsa prýðilega kjólaframleiðslu vinkonu sinnar. Þegar bent var á að það væri brot á siðareglum Alþingis trúði hún Facebook fyrir að svona gagnrýni væri dæmigerð fyrir viðbrögð feðraveldisins. Færslan olli uppnámi innan flokks og utan og var fjarlægð eftir hádegi, og nú er Björt framtíð búin að fjarlægja sjálfa sig af sviðinu. – Lítið var en lokið er.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Björt Ólafsdóttir, formaður flokksins, segir árið hafa verið flokknum erfitt en flokksmenn séu stoltir af verkum sínum á kjörtímabilinu. 12. mars 2018 06:00