Engin ofurlaun í Bankasýslunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 11:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) Vísir/Anton Brink Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur. Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur.
Kjaramál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira