Meta umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð neikvæð Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 20:00 Lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við umhverfisáhrifum vegna kirkjugarðsins í hlíð Úlfarsfells. Vísir/Egill Aðalsteinsson Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar. Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Umhverfisáhrif framkvæmda við nýjan kirkjugarð í Úlfarsárfelli eru metin á bilinu óveruleg til talsvert neikvæð en lagðar eru til mótvægisaðgerðir til að bregðast við þeim. Þetta kemur fram í frummatsskýrslu sem Reykjavíkurborg kynnti í Dalskóla í gær. Þar kemur fram að vörubílar þurfi að fara 36.000 til 57.000 ferðir með mold á svæðið á framkvæmdatímanum. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er matsskyld og háð lögum um mat á umhverfisáhrifum vegna umfangs efnislosunar við mótun garðsins. Framkvæmdin felur í sér haugsetningu á 570.000 rúmmetrum af jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs, kemur frá uppbyggingarsvæðum í Vatnsmýri, Mjódd og Valssvæðinu. Áhrif á loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði Heildarstærð hins nýja kirkjugarðs verður 22,5 hektarar. Nú þegar hefur verið lagður vegur að svæðinu og búið er að losa um 25.000 rúmmetra af jarðvegi. Í frummatsskýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg er áætlað að framkvæmdin taki um fimm ár. Reykjavíkurborg hyggst gera nýjan kirkjugarð í vesturhlíð Úlfarsfells til að viðhalda framboði á kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu.Skjáskot/Stöð 2Þar kemur enn fremur fram að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar í heild séu óveruleg til talsverð neikvæð. Þeir umhverfisþættir sem verði fyrir talsvert neikvæðum áhrifum séu loftgæði, landslag, ásýnd og útivistarsvæði sem verði fyrir óverulegum til talsvert neikvæðum áhrifum. Mótvægisaðgerðir eru lagðar til eins og að ræktaður verði skógur við svæðið í samráði við Skógræktina og að sáð verði í jarðveg. Áætlað er að vörubílar aki um þúsund rúmmetrum af jarðvegi á svæðið á dag og þar sem um sé að ræða 570.000 rúmmetra megi búast við að ferðirnar vegna þessar framkvæmdar verði samtals um 36.000 til 57.000 talsins. Í framhaldinu verði leitað umsagnar hjá ýmsum stofnunum ríkis og borgar og þá sé hægt að nálgast frummatsskýrsluna á vef Reykjavíkurborgar.
Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira