Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 15:12 Argentína steikhús við Barónstíg er eitt ástsælasta veitingahús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00