Kim Jong-un sagður vera í Kína Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2018 23:38 Kim Jong-un fundaði á dögunum með embættismönnun frá Suður-Kóreu. Vísir/Getty Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018 Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011.Fréttastofan Bloomberg greinir frá og hefur fregnir af heimsókn Kim til Kína, eftir þremur ónafngreindum heimildarmönnum. Sjónvarpsstöðvar í Japan hafa birt myndir af brynvarðri lest í Peking, sem líkist þeirri sem faðir Kim og forveri á leiðtogastól, Kim Jong-il, ferðaðist í til Kína í sinni síðustu heimsókn þangað, skömmu fyrir andlát hans árið 2011. Ekki er vitað hversu lengi Kim Jong-un mun dvelja í Kína eða hvaða ráðamenn, ef einhverja, hann mun funda með á meðan dvöl hans stendur. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðist til að funda með Kim og hafa suður-kóreskir ráðamenn sagt að Kim sé reiðubúinn að þiggja boðið. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og enn er óvíst hvort af fundinum verði. Í frétt Bloomberg er rætt við James Edward Hoare, sem eitt sinn var erindreki Breta í Norður-Kóreu. Segir hann að fordæmi séu fyrir því að Norður-Kóreumenn fundi með nágrönnum sínum í Kína til að fá ráðleggingar um næstu skref. Telur hann líklegt að Kim sé í Kína til þess að fá ráðleggingar áður en af fundinum með Trump verður.A mystery train pulled into Beijing, fueling speculation that it might be carrying North Korean Leader Kim Jong Un. If so, it would be Kim's first trip out of the country since taking power in 2011. @benstracy reporting. https://t.co/hoLGy2g1cY pic.twitter.com/kCD9iSwDB2— CBS News (@CBSNews) March 26, 2018
Norður-Kórea Tengdar fréttir Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Bandaríkin fullviss um fundinn þrátt fyrir þögn Norður Kóreu Fundarboðið barst og við þáðum það 12. mars 2018 23:09
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53