Glitur hafsins kemur í stað sjómannsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 17:27 Í nóvember var efnt til samkeppni um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs. atvinnuvegaráðuneyti Verk Söru Riel, „Glitur hafsins,“ bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en efnt var til samkeppninnar eftir að málað var yfir myndina af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu síðastliðið sumar. Var sú mynd máluð á húsið í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg, rak mjög á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð en bæði sjómenn og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, voru ekki sátt með að málað hefði verið yfir myndina. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fór fram á að málað yrði yfir sjómanninn og í kjölfarið tók hússtjórn hússins ákvörðun um láta gera það. Í nóvember var hins vegar efnt til samkeppninnar um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs.Einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel Í tilkynningu vegna þess verks sem bar sigur úr býtum í samkeppninni segir: „Það var einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafninu „Glitur hafsins“. Nafngiftin kemur reyndar ekki frá höfundi heldur lýsingu höfundar á hugmynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta samofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitthvað nýtt og óráðið. Formið er á hreyfingu, virðist skjótast upp úr jörðinni eða hafinu í átt að himninum, í átt að framtíðinni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefnið. Speglarnir munu grípa ljósið og gefa verkinu tilbreytingu, endurvarpa umhverfinu og skjóta ljósgeislum því sólin skín beint á efri part gaflsins á ákveðnum tíma dags. Ljósgeislarnir vísa beint í glitur hafsins, í glerhjúp Hörpu en einnig vonarneistana sem við leitum að til að halda áfram að þróast og þroskast.“ Í umsögn dómnefndar segir „Verkið hefur þannig eiginleika að vaxa við nánari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veruleg hugrif við rétt skilyrði við leik ljóssins og nánasta umhverfis. Það dansar á milli raunveruleika og ímyndunarafls og gefur þannig áhorfendum tækifæri til að túlka á mismunandi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af einkennum góðra listaverka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi rómantíska skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi.“ Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Berlin- Weissensee á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir myndlist sína og útilistaverk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjölbýlishús við Asparfell í Breiðholti.“Yfirlit yfir allar tillögur í samkeppninni. Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Efna til samkeppni um arftaka sjómannsins 250 þúsund krónur í verðlaun. 17. nóvember 2017 14:48 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Verk Söru Riel, „Glitur hafsins,“ bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna (SÍM) í nóvember á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en efnt var til samkeppninnar eftir að málað var yfir myndina af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu síðastliðið sumar. Var sú mynd máluð á húsið í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2015. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg, rak mjög á eftir því að myndin af sjómanninum yrði fjarlægð en bæði sjómenn og þáverandi sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, voru ekki sátt með að málað hefði verið yfir myndina. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar fór fram á að málað yrði yfir sjómanninn og í kjölfarið tók hússtjórn hússins ákvörðun um láta gera það. Í nóvember var hins vegar efnt til samkeppninnar um nýtt útilistaverk á húsið og var kallað eftir tillögum að verki með skírskotun í sögu sjávarútvegs.Einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel Í tilkynningu vegna þess verks sem bar sigur úr býtum í samkeppninni segir: „Það var einróma niðurstaða dómnefndar að velja verk Söru Riel sem gekk undir nafninu „Glitur hafsins“. Nafngiftin kemur reyndar ekki frá höfundi heldur lýsingu höfundar á hugmynd sinni „þarna bregður fyrir eða mótar fyrir fiski og hval, neti og öldum en allt er þetta samofið í eitt form sem umvefur sjálft sig og skapar eitthvað nýtt og óráðið. Formið er á hreyfingu, virðist skjótast upp úr jörðinni eða hafinu í átt að himninum, í átt að framtíðinni. Á efri part myndar eru litlir speglar bróderaðir inn í myndefnið. Speglarnir munu grípa ljósið og gefa verkinu tilbreytingu, endurvarpa umhverfinu og skjóta ljósgeislum því sólin skín beint á efri part gaflsins á ákveðnum tíma dags. Ljósgeislarnir vísa beint í glitur hafsins, í glerhjúp Hörpu en einnig vonarneistana sem við leitum að til að halda áfram að þróast og þroskast.“ Í umsögn dómnefndar segir „Verkið hefur þannig eiginleika að vaxa við nánari kynni, það leynir á sér og gæti vakið veruleg hugrif við rétt skilyrði við leik ljóssins og nánasta umhverfis. Það dansar á milli raunveruleika og ímyndunarafls og gefur þannig áhorfendum tækifæri til að túlka á mismunandi hátt hvað þeir sjá og skilja. Það er eitt af einkennum góðra listaverka. Við teljum að verkið falli vel að umhverfi sínu og tali til þess og að það hafi rómantíska skírskotun til sögu sjávarútvegs á Íslandi.“ Sara Riel er fædd árið 1980 og búsett í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Berlin- Weissensee á árinum 2000-2006. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu árin fyrir myndlist sína og útilistaverk, ekki síst fyrir verkið Fjöðrin sem prýðir fjölbýlishús við Asparfell í Breiðholti.“Yfirlit yfir allar tillögur í samkeppninni.
Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Efna til samkeppni um arftaka sjómannsins 250 þúsund krónur í verðlaun. 17. nóvember 2017 14:48 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00