Styrmir kemur Áslaugu til varnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2018 15:41 Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tekur undir með gagnrýni Áslaugar Friðriksdóttur á Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/GVA „Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Sjálfstæðisfólk á ekki að vera hrætt við eða víkjast undan að ræða ólík sjónarmið á sínum sameiginlega vettvangi,“ segir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins í pistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins í dag. Tilefnið var viðtal Áslaugar Friðriksdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í tímaritinu Mannlíf en þar opnaði hún sig um reynslu sína af því að starfa fyrir flokkinn í borginni. Í viðtalinu sem birtist 23. mars síðastliðinn talaði hún um skort á umburðarlyndi fyrir gagnstæðum skoðunum og harðri valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Hún sagði frá því að fámennur hópur hafi handvalið frambjóðendur og útilokað aðra, jafnvel fólk sem hafi barist „ötullega fyrir borgina“. Bæði Áslaug og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, sóttust eftir því að verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en það var Eyþór Arnalds sem bar sigur úr býtum og leiðir lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.Tilhneiging til að þegja aðrar skoðanir í hel Styrmir tekur undir gagnrýni Áslaugar og segir að það sé því miður mikið til í henni. „Það hefur lengi verið of mikil tilhneiging innan Sjálfstæðisflokksins til þess ýmist að þegja aðrar skoðanir en þær sem eru ríkjandi hverju sinni í hel eða gera lítið úr þeim eða telja þá sem hreyfa öðrum sjónarmiðum eiga betur heima í öðrum flokkum.“ Í pistlinum tekur Styrmir mið af hefðbundnum stjórnmálaflokkum á Íslandi og spyr: „Hvað veldur því að stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir lýðræði og frjálsum skoðanaskiptum í orði, eiga nú orðið svona erfitt með að umbera önnur sjónarmið en þau sem ríkja hjá forystusveit hverju sinni?“Sjálfstæðismenn hafi hringt og kvartað Styrmir greinir frá því að það hafi nánast verið föst regla sjálfstæðismaður hringdi til að kvarta þegar greinar sem væru á skjön við boðaða stefnu Sjálfstæðisflokksins birtust í Morgunblaðinu, þá „hringdi einhver sjálfstæðismaður og spurði með þjósti hvað það ætti eiginlega að þýða að birta svona greinar í Morgunblaðinu.“ Styrmir segir að þögnin sé athyglisverð sem hefur ríkt síðan Áslaug kom á framfæri gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45 Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Klíkuskapur og átök bitna á Sjálfstæðisflokknum Áslaug Friðriksdóttir segir leiðtogaprófkjör Sjálfstæðismanna og uppstillingu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafi skilið eftir sig djúp sárindi. 23. mars 2018 08:45
Áslaug og Kjartan úti Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna samþykkti í gær drög að tillögu um lista fyrir kosningarnar. 20. febrúar 2018 06:00