Bannað að birta pólitískar tilkynningar nema frá Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2018 22:04 Sara Óskarsson, þriðja frá vinstri meðal mótmælenda vina sinna, furðar sig á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi. Sara Óskarsson, Pírati og aktívisti, furðar sig mjög á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi, nánar tiltekið í Facebookhópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“. „Svo mikill tvískinnungur hjá XD svo oft,“ segir hún mædd og trúir félögum sínum í Pírötum á Facebook fyrir raunum sínum inni á þessum Facebook-hópi Seltirninga. En, á Seltjarnarnesinu ríkir Sjálfstæðisflokkurinn og er með öruggan meirihluta í bæjarstjórn.Sara greinir Pírötum frá raunum sínum inni á Facebookhópi Seltirninga, en þar ráða Sjálfstæðismenn lögum og lofum, í stóru sem smáu, ef marka má Söru.„Inn á þennan hóp Íbúar á Seltjarnarnesi (sem á að vera bara samskiptahópur fyrir nesbúa) mátti sko ALLS ekki setja neinar pólitískar tilkynningar fyrir Pírata eða neina framboðsfundi né neitt áður,“ segir Sara. Og greinir frá því að hún hafi margreint að setja þar inn upplýsingar um Píratafundi. „En því var öllu eytt af admin hraðar en þú gast sagt Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er einn admin sjálf í framboði fyrir D á nesinu og er byrjuð að skella svona inn,“ segir Sara og veit ekki hvort hún er að koma eða fara: „Hálftryst bara og vandró.“ En, um er að ræða tilkynningu um fund á vegum Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál. Sara sjálf skrifaði vitaskuld athugasemd við téða tilkynningu að sér finnist athyglisvert að nú megi allt í einu setja inn í hópinn pólitískar auglýsingar. „En gott að vita af því og þá vænti ég að það verði jafnræði í þeim efnum, ekki satt?“ Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Sara Óskarsson, Pírati og aktívisti, furðar sig mjög á því sem hún kallar hræsni á Seltjarnarnesi, nánar tiltekið í Facebookhópnum „Íbúar á Seltjarnarnesi“. „Svo mikill tvískinnungur hjá XD svo oft,“ segir hún mædd og trúir félögum sínum í Pírötum á Facebook fyrir raunum sínum inni á þessum Facebook-hópi Seltirninga. En, á Seltjarnarnesinu ríkir Sjálfstæðisflokkurinn og er með öruggan meirihluta í bæjarstjórn.Sara greinir Pírötum frá raunum sínum inni á Facebookhópi Seltirninga, en þar ráða Sjálfstæðismenn lögum og lofum, í stóru sem smáu, ef marka má Söru.„Inn á þennan hóp Íbúar á Seltjarnarnesi (sem á að vera bara samskiptahópur fyrir nesbúa) mátti sko ALLS ekki setja neinar pólitískar tilkynningar fyrir Pírata eða neina framboðsfundi né neitt áður,“ segir Sara. Og greinir frá því að hún hafi margreint að setja þar inn upplýsingar um Píratafundi. „En því var öllu eytt af admin hraðar en þú gast sagt Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er einn admin sjálf í framboði fyrir D á nesinu og er byrjuð að skella svona inn,“ segir Sara og veit ekki hvort hún er að koma eða fara: „Hálftryst bara og vandró.“ En, um er að ræða tilkynningu um fund á vegum Sjálfstæðisflokksins um samgöngumál. Sara sjálf skrifaði vitaskuld athugasemd við téða tilkynningu að sér finnist athyglisvert að nú megi allt í einu setja inn í hópinn pólitískar auglýsingar. „En gott að vita af því og þá vænti ég að það verði jafnræði í þeim efnum, ekki satt?“
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira