„Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. apríl 2018 11:00 Hildur er í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“ Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Hildur Björnsdóttir þurfti að fresta námi við Oxford-háskóla þegar hún greindist með krabbamein. Hún kom heim, fór í meðferð og ákvað að hvílast vel. Nú er hún komin í pólitíkina og er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. „Þegar dóttir mín er nýfædd fer ég að finna fyrir verkjum í kringum brjóstkassann og maður tengir það alltaf bara við meðgönguna,“ segir Hildur í samtali við Sindra Sindrason í þættinum Íslandi í dag. „Ég fer til heimilislæknis og hann segir bara við mig að ég sé að jafna mig eftir meðgönguna og þetta sé allt eðlilegt. Svo gerist það þegar hún er sjö daga gömul að mamma hringir í mig þegar ég er að ganga niður stiga inn í stofu. Hún spyr mig hvort ég sé úti að hlaupa, því ég er svo svakalega móð. Hún kemur með þá kenningu að ég hlyti að vera með blóðtappa og skipar mér að fara upp á bráðamóttöku,“ segir Hildur sem segist hafa hlýtt móður sinni. „Ég er send í blóðprufur og allskonar próf. Seinna um kvöldið sit ég inni í gluggalausu herbergi og þá kemur inn læknir og segir við mig að ég sé með krabbamein. Það kom síðan síðar í ljós að þetta væri eitlakrabbamein. Fyrsta skipti sem ég fór að gráta eftir þetta var þegar mér var sagt að ég þyrfti að hætta með dóttir mína á brjósti. Það var fyrsta sjokkið.“Stimpillinn kom þegar Hildur missti hárið Hildur, sem er menntaður lögfræðingur, segist strax hafa ákveðið að nálgast veikindin sem verkefni sem þyrfti að klára. „Meðferðin var erfið. Ég t.d. missti hárið eins og fylgir. Það er bæði mjög erfitt og auðvelt að missa hárið. Þegar þú færð þær fréttir að þú sért með mögulega banvænan sjúkdóm, þá er lítil fórn að missa hárið og maður að sjálfsögðu gerir það. En þegar maður er búin að missa hárið, þá er maður svo stimplaður í samfélaginu og þú berð sjúkdóminn svo mikið utan á þér. Ég gekk með hárkollu og ég hélt að ég væri ekki týpan til að vera með hárkollu. Maður lærir það að maður lendir ekki í þessu einn og ég held að mín veikindi hafi verið mjög erfið fyrir alla í kringum mig. Sonur minn var til að mynda þarna sex ára og að byrja í nýjum skóla. Hann kveið því mjög að ég myndi koma sköllótt að sækja hann í skólann.“ Hildur segir að fólk hafi síðan stundum einfaldlega gleymt því að hún væri veik þegar hún var komin með hárkolluna. „Ég var þá ekki veika konan í herberginu. Eitt af því sem truflaði mig mest var tilhugsunin að fólk myndi vorkenna mér,“ segir Hildur en það var ein setning vinkonu hennar sem breytti öllu og hljómar hún svona:„Hildur, það vorkennir þér enginn fyrir að hafa fengið krabbamein. Það vorkenna allir krabbameininu að hafa lent í þér.“„Ég ætlaði að sigrast á því. Ég hugsaði alveg út í dauðann en það sem var erfiðast að aðstandendur voru ekki tilbúnir að ræða dauðann við mig og það var mjög erfitt. Ég skil það alveg.“
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp