Félagsmálaráðherra kallar leigusala á sinn fund Höskuldur Kári Schram skrifar 16. apríl 2018 18:43 Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira
Félagsmálaráðherra hefur kallað eigendur þjónustuíbúða við Boðaþing í Kópavogi á sinn fund vegna ákvörðunar þeirra um að segja upp leigusamningum við íbúa í húsinu. Ráðherra segist finna fyrir aukinni hörku á leigumarkaði og segir nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. Hópur aldraðra íbúa í þjónustu- og öryggisíbúðum við Boðaðþing hefur á undanförnum árum staðið í málaferlum við rekstrarfélag íbúðanna vegna ágreinings um innheimtu hússjóðs. Íbúarnir töldu að hússjóðurinn hafi verið notaður til að standa straum af óskyldum kostnaði og kröfðust þess að fá endurgreitt. Heildarupphæðin hljóp á mörgum milljónum króna. Íbúðirnar eru í eigu Naustavarar sem er dótturfélag Sjómannadagsráðs og er rekið samhliða Hrafnistu. Héraðsdómur dæmdi í málinu á síðasta ári og féllst á allar kröfur íbúa. Félagið greip þá til þess ráðs að breyta leigusamningi. Þeir sem neituðu að skrifa undir fengu uppsögn og hefur þeim nú verið gert að yfirgefa íbúðir sínar á næstu mánuðum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins tók málið upp á Alþingi í dag og kallaði eftir afstöðu félagsmálaráðherra. „Staðreyndin er sú að leigusali, í þessu tilviki er dótturfélags Sjómannadagsráðs, er móðurfélag yfir öllum Hrafnistuheimilunum. Naustavör heitir það. Eins og við vitum njóta Hrafnistuheimilin samninga við Sjúkratryggingar Íslands, þannig að þetta er alls ekki þannig að við eigum ekki að taka utan um málið og að það sé ekki stutt af almannafé,“ sagði Inga Sæland á Alþingi. Ráðherra sagði þetti dæmi um þá hörku sem er í gangi á leigumarkaði og við því verði að bregðast. „Ég hef líka tilkynnt þeim leigusölum sem þarna eiga í hlut að ég hyggist boða þá á fund til að fara yfir þetta einstaka mál og önnur sambærileg mál. Ég vil bara segja að ég held að sú staða sem er á leigumarkaði í dag á Íslandi kalli á stjórnvöld verði tilbúin til þess að skoða þessi mál betur, enda vantar oft og tíðum svolítið félagslegu taugina í þetta,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Sjá meira