Veiði hefst í Elliðavatni á fimmtudaginn 19. apríl Karl Lúðvíksson skrifar 16. apríl 2018 09:50 Veiði hefst í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta. Mynd úr safni Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi en veiði hefst í vatninu á sumardaginn fyrsta. Vatnið hefur lengi verið einn besti skóli vatnaveiðimanna sem búa í grend við vatnið enda getur það verið ansi slungið að veiða. Þrátt fyrir að bleikju hafi að einhverju leiti farið fækkandi í vatninu hefur urriðinn sótt verulega í sig veðrið og er svo komið að vel veiðist af honum allt sumarið en þó mest frá opnun og fram í miðjan júlí. Fæðuframboðið er ekki ennþá komið á fullt svo urriðinn er oft á tíðum ansi tökuglaður á fyrstu dögunum. Mest er veitt í vatninu austanverðu og er ströndin frá Elliðavatnsbænum og að Þingnesi það svæði sem mest er veitt á. Nokkur veiði er þó líka í Helluvatni en urriðinn liggur þó yfirleitt ansi langt útí vatninu í straum sem þar gætir við botninn og þeir sem þekkja veiðina í Helluvatni vita eins og er að það getur verið erfitt að fá hann til að taka. Bestu flugurnar í vorveiðina hafa verið litríkar straumflugur og það hefur skilað bestum árangri að nota granna tauma í rúmlega stangarlengd. leyfa flugunni að sökkva og draga hana inn í stuttum snöggum rykkjum og stoppa inn á milli. Elliðavatn er hluti af Veiðikortinu. Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði
Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi en veiði hefst í vatninu á sumardaginn fyrsta. Vatnið hefur lengi verið einn besti skóli vatnaveiðimanna sem búa í grend við vatnið enda getur það verið ansi slungið að veiða. Þrátt fyrir að bleikju hafi að einhverju leiti farið fækkandi í vatninu hefur urriðinn sótt verulega í sig veðrið og er svo komið að vel veiðist af honum allt sumarið en þó mest frá opnun og fram í miðjan júlí. Fæðuframboðið er ekki ennþá komið á fullt svo urriðinn er oft á tíðum ansi tökuglaður á fyrstu dögunum. Mest er veitt í vatninu austanverðu og er ströndin frá Elliðavatnsbænum og að Þingnesi það svæði sem mest er veitt á. Nokkur veiði er þó líka í Helluvatni en urriðinn liggur þó yfirleitt ansi langt útí vatninu í straum sem þar gætir við botninn og þeir sem þekkja veiðina í Helluvatni vita eins og er að það getur verið erfitt að fá hann til að taka. Bestu flugurnar í vorveiðina hafa verið litríkar straumflugur og það hefur skilað bestum árangri að nota granna tauma í rúmlega stangarlengd. leyfa flugunni að sökkva og draga hana inn í stuttum snöggum rykkjum og stoppa inn á milli. Elliðavatn er hluti af Veiðikortinu.
Mest lesið 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Framleiða sjónvarpsþætti um sportveiði Veiði Skæður í urriða og jafnvel lax Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Fín veiði í Veiðivötnum Veiði