Mengun alltaf undir mörkum en gleymdist að reikna með lykt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. apríl 2018 07:00 Kostnaður vegna eftirlits í Helguvík var um 20 milljónir króna. VÍSIR/VILHELM Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu. Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Á þeim tíma sem verksmiðja United Silicon starfaði fór losun aldrei yfir heimiluð mörk á þeim mengunarefnum sem tekið var á í starfsleyfi verksmiðjunnar. Við útgáfu starfsleyfisins var hins vegar ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum lyktaráhrifum sem af starfseminni hlutust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu umhverfis- og auðlindaráðherra um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík. Skýrslan var unnin að beiðni Alþingis en Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Í skýrslunni kemur fram að Umhverfisstofnun hafi aldrei haft jafnumfangsmikið eftirlit með nokkrum rekstri en kostnaður af eftirlitinu nam tæpum 20 milljónum króna. Sá reikningur var sendur á Sameinað sílikon hf. Sú reynsla stofnunarinnar verður höfð til hliðsjónar við undirbúning starfsleyfa á sambærilegum rekstri.Sjá einnig: Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Stefnt er að því að ítarlegri ákvæði verði að finna í útgefnum starfsleyfum meðal annars hjá PCC við Bakka á Húsavík. United Silicon var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar en félagið hafði farið í greiðslustöðvun í ágúst í fyrra. Starfsemi verksmiðjunnar var stöðvuð af Umhverfisstofnun í september síðastliðnum. Að beiðni Alþingis vinnur Ríkisendurskoðun nú að úttekt og gerð skýrslu um aðdraganda að útgáfu starfsleyfis til kísilverksmiðjunnar. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auk hlutaðeigandi stofnana mun taka til skoðunar þær ábendingar sem fram koma í væntanlegri skýrslu.
Birtist í Fréttablaðinu United Silicon Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48 Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00 Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Lífeyrissjóðir óska eftir sakamálarannsókn á Magnúsi Garðarssyni Grunur um refsiverð brot af hálfu fyrrum framkvæmdastjóra United Silicon hf. 27. mars 2018 14:48
Frestur til að lýsa kröfum í bú United Silicon runninn út Frestur til að lýsa kröfum í þrotabú United Silicon rann út á föstudaginn langa, eða 30. mars. 3. apríl 2018 06:00
Frjálsi hugði ekki nægilega að hagsmunatengslum við Arion banka Frjálsi lífeyrissjóðurinn horfði ekki nægilega gagnrýnum augum á hagsmunatengsl sem voru til staðar við fjárfestingu í United Silicon. 10. apríl 2018 13:19