Átta Kamerúnar nýttu Samveldisleikana til þess að strjúka Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2018 23:30 Arcangeline Fouodji Sonkbou keppti fyrir Kamerún á Samveldisleikunum í Ástralíu en er nú horfin eins og ljós í myrkri. Átta íþróttamenn frá Kamerún eru horfnir í Ástralíu en þar áttu þeir að keppa fyrir hönd síns lands á Samveldisleikunum. Þetta staðfesta herbúðir kamerúnska liðsins, en BBC greinir frá. Simon Molombe, fjölmiðlafulltrúi kamerúnska liðsins, segir í viðtali við BBC að litið sé þannig á málið að íþróttamennirnir hafi strokið og er búið að tilkynna málið til lögreglu. Í hópnum eru þrír lyftingarmenn og fimm hnefaleikakappar en þeir hafa ekki sést síðan á mánudag og þriðjudag. Allir átta eru með gilda vegabréfsáritun til 15. maí en eftir það mega þeir ekki dvelja lengur í Ástralíu. „Yfirvöld í Kamerún eru mjög óánægð með liðhlaupana. Sumir voru ekki einu sinni búnir að keppa. Við vonumst til þess að þeir komi aftur til okkar og ferðist með okkur heim til Kamerún,“ segir fjölmiðlafulltrúinn. Áströlsk yfirvöld hafa varað íþróttamenninna við því að vera lengur í landinu en vegabréfsáritun þeirra gerir ráð fyrir. Lítið er hægt að gera í málinu að svo stöddu þar sem Kamerúnunum er frjálst að ferðast eins og þeir vilja um landið til 15. maí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttamenn frá Kamerún nýta íþróttamót til að flýja heimalandið en sjö Kamerúnar hurfu sporlaust í London þegar að Ólympíuleikarnir fóru þar fram í ágúst árið 2012. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Átta íþróttamenn frá Kamerún eru horfnir í Ástralíu en þar áttu þeir að keppa fyrir hönd síns lands á Samveldisleikunum. Þetta staðfesta herbúðir kamerúnska liðsins, en BBC greinir frá. Simon Molombe, fjölmiðlafulltrúi kamerúnska liðsins, segir í viðtali við BBC að litið sé þannig á málið að íþróttamennirnir hafi strokið og er búið að tilkynna málið til lögreglu. Í hópnum eru þrír lyftingarmenn og fimm hnefaleikakappar en þeir hafa ekki sést síðan á mánudag og þriðjudag. Allir átta eru með gilda vegabréfsáritun til 15. maí en eftir það mega þeir ekki dvelja lengur í Ástralíu. „Yfirvöld í Kamerún eru mjög óánægð með liðhlaupana. Sumir voru ekki einu sinni búnir að keppa. Við vonumst til þess að þeir komi aftur til okkar og ferðist með okkur heim til Kamerún,“ segir fjölmiðlafulltrúinn. Áströlsk yfirvöld hafa varað íþróttamenninna við því að vera lengur í landinu en vegabréfsáritun þeirra gerir ráð fyrir. Lítið er hægt að gera í málinu að svo stöddu þar sem Kamerúnunum er frjálst að ferðast eins og þeir vilja um landið til 15. maí. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttamenn frá Kamerún nýta íþróttamót til að flýja heimalandið en sjö Kamerúnar hurfu sporlaust í London þegar að Ólympíuleikarnir fóru þar fram í ágúst árið 2012.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira