Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar að beita sér fyrir auknu aðgengi að áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 18:35 Verslunin Hagkaup vill fá að selja vín í Litlatúni í Garðabæ og sendi bæjarstjóranum bréf þess efnis. ja.is Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR. Skipulag Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR.
Skipulag Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira