Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2018 03:45 Samfylkingin, VG og Píratar gætu ekki myndað meirihluta en Framsókn fengin kjörinn mann. Vísir/daníel Meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkurinn væri með rúmlega 28 prósenta fylgi. Samfylkingin væri næststærsti flokkurinn með tæp 27 prósent. Píratar og Vinstri græn fengju tæplega 11 prósent hvor flokkur. Viðreisn fengi tæplega 8 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru með ríflega 4 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn með 4 prósent. Samkvæmt þessu fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sjö menn hvor flokkur. Píratar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver. Eins og fram hefur komið verða 23 borgarfulltrúar kjörnir en hingað til hafa borgarfulltrúarnir verið 15. Verði niðurstöður kosninganna, sem fram fara 26. maí næstkomandi, í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, er ljóst að verulegar breytingar verða á styrkleika flokkanna frá því í kosningunum 2014. Eftir þær kosningar gat Samfylkingin myndað meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. En eins og fram hefur komið býður Björt framtíð ekki fram lista núna. Hringt var í 1.316 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 9. apríl. Svarhlutfallið var 60,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 58,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 8,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 11,8 prósent sögðust óákveðin og 21,7 prósent vildu ekki svara spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkurinn væri með rúmlega 28 prósenta fylgi. Samfylkingin væri næststærsti flokkurinn með tæp 27 prósent. Píratar og Vinstri græn fengju tæplega 11 prósent hvor flokkur. Viðreisn fengi tæplega 8 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru með ríflega 4 prósenta fylgi og Framsóknarflokkurinn með 4 prósent. Samkvæmt þessu fengju Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sjö menn hvor flokkur. Píratar, VG og Viðreisn fengju tvo menn hver. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengju einn mann hver. Eins og fram hefur komið verða 23 borgarfulltrúar kjörnir en hingað til hafa borgarfulltrúarnir verið 15. Verði niðurstöður kosninganna, sem fram fara 26. maí næstkomandi, í takti við skoðanakönnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, er ljóst að verulegar breytingar verða á styrkleika flokkanna frá því í kosningunum 2014. Eftir þær kosningar gat Samfylkingin myndað meirihluta með Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. En eins og fram hefur komið býður Björt framtíð ekki fram lista núna. Hringt var í 1.316 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 9. apríl. Svarhlutfallið var 60,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 58,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 8,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 11,8 prósent sögðust óákveðin og 21,7 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira