Gunnar Nelson um meiðslin: „Þetta er alveg ömurlegt" Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2018 17:15 Gunnar mun ekki berjast í London. vísir/afp Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018 Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Bardagamaðurinn Gunnar Nelson meiddist á hné við æfingar um síðustu helgi og mun þurfa að undirgangast aðgerð. Þessi tíðindi þýða að fyrirhuguðum bardaga Gunnars gegn Neil Magny í Liverpool, 27. maí næstkomandi, hefur verið aflýst. „Svekktur er ekki nægjanlega sterkt lýsingarorð til að segja hvernig mér líður. Þetta er alveg ömurlegt en ég get ekkert gert í þessu annað en að sætta mig það og líta á björtu hliðarnar," segir Gunnar Nelson og bætir við: „Ég get tekið margt jákvætt úr undrbúningsferlinu og ég mun halda áfram að vaxa sem bardagamaður þó svo að ég þurfi að vera á hliðarlínunni ögn lengur. „Æfingar voru búnar að ganga frábærlega fram að því að þetta gerðist. Öflugir bardagamenn víðsvegar að úr heiminum eru búnir að vera með mér í æfingabúðunum og enn fleiri voru á leiðinni.” „Andinn hefur verið virkilega góður og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt núna. Eftir að hafa verið í talsvert löngu hléi frá búrinu þá fann ég sterkt hvað hungrið var farið að segja til sín og ég var farinn að hlakka virkilega mikið til að fara til Liverpool og minna á mig.” Gera má ráð fyrir að Gunnar verði fjarri góðu gamni í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig á meiðslunum. „Ég vona að aðgerðin heppnist vel og að ég verði fljótt kominn á ról aftur. Ég ætti að geta byrjað að æfa af fullum krafti aftur uppúr miðju sumri og ég get þá gert mér vonir um að berjast með haustinu ef allt fer að óskum." „Svona er bardagabransinn. Meiðsli eru hluti af þessu og ég innstilli mig bara á að koma sterkur til baka,” segir Gunnar að lokum.Unfortunately I have to withdraw from my fight against @NeilMagny on May 27th in Liverpool. Last weekend I injured my knee. I will undergo an operation right away and I´ll be out for 8-10 weeks. Longer statement on my fb: https://t.co/ypdDEGRxaN #UFCLiverpool @UFCEurope @ufc pic.twitter.com/bv4Xuc5IDy— Gunnar Nelson (@GunniNelson) April 29, 2018
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira