Kaþólikkar mótmæltu við sendiráð Breta á Laufásvegi vegna Alfies Garðar Örn Úlfarsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 27. apríl 2018 06:00 Mótmælendur skildu eftir skilaboð við breska sendiráðið á Laufásvegi í gær. Vísir/Sigtryggur Hópur kaþólskra Pólverja á Íslandi efndi til mótmæla í gær við sendiráð Breta á Íslandi vegna framgöngu breskra stjórnvalda í máli drengsins Alfies Evans. Einn úr hópnum sagði við Fréttablaðið að fyrst og fremst væri um að ræða stuðningsyfirlýsingu við foreldra Alfies sem bresk stjórnvöld hafi meinað að ferðast með drenginn á sjúkrahús í Vatíkaninu að leita lækninga. Að minnsta kosti eigi að leyfa þeim að taka drenginn heim. Hinn 23 mánaða gamli Alfie Evans hefur verið í dái í rúmt ár eftir að hafa veikst af óþekktum taugahrörnunarsjúkdómi. Læknar hafa sagt að barnið eigi enga von um bata og sett sig upp á móti foreldrum barnsins um læknismeðferð á Ítalíu. Þeirri bón hafnaði áfrýjunardómstóll í Bretlandi í vikunni. Slökkt var á öndunarvél Alfies í vikunni að kröfu lækna en gegn vilja foreldranna en hann hélt óvænt áfram að anda af sjálfsdáðum. Tom Evans, faðir Alfies, bað mótmælendur ytra í gær um að snúa heim. Sagði hann að fjölskyldan vildi nú fá að vera í friði. „Alfie þarf ekki að vera á gjörgæslu lengur. Nú liggur hann í rúminu og fær lítra af súrefni í lungun og sér um restina sjálfur. Sumir kalla þetta kraftaverk. Ef ekki, þá er þetta einfaldlega röng greining.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Hópur kaþólskra Pólverja á Íslandi efndi til mótmæla í gær við sendiráð Breta á Íslandi vegna framgöngu breskra stjórnvalda í máli drengsins Alfies Evans. Einn úr hópnum sagði við Fréttablaðið að fyrst og fremst væri um að ræða stuðningsyfirlýsingu við foreldra Alfies sem bresk stjórnvöld hafi meinað að ferðast með drenginn á sjúkrahús í Vatíkaninu að leita lækninga. Að minnsta kosti eigi að leyfa þeim að taka drenginn heim. Hinn 23 mánaða gamli Alfie Evans hefur verið í dái í rúmt ár eftir að hafa veikst af óþekktum taugahrörnunarsjúkdómi. Læknar hafa sagt að barnið eigi enga von um bata og sett sig upp á móti foreldrum barnsins um læknismeðferð á Ítalíu. Þeirri bón hafnaði áfrýjunardómstóll í Bretlandi í vikunni. Slökkt var á öndunarvél Alfies í vikunni að kröfu lækna en gegn vilja foreldranna en hann hélt óvænt áfram að anda af sjálfsdáðum. Tom Evans, faðir Alfies, bað mótmælendur ytra í gær um að snúa heim. Sagði hann að fjölskyldan vildi nú fá að vera í friði. „Alfie þarf ekki að vera á gjörgæslu lengur. Nú liggur hann í rúminu og fær lítra af súrefni í lungun og sér um restina sjálfur. Sumir kalla þetta kraftaverk. Ef ekki, þá er þetta einfaldlega röng greining.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira