„Ketill Larsen fjöllistamaður er fallin frá 84 ára að aldri. Ketill var ásatrúarfólki vel kunnur meðal annars af setu sinni á höfuðblótum félagsins. Hans verður lengi minnst af börnum á öllum aldri sem nutu þess að kynnast Tóta trúð á Sigurblótum félagsins,“ segir meðal annars í færslunni.
Ketill var fjöllistamaður en hann tróð gjarnan upp sem Tóti trúður og málaði einnig myndir og fékkst líka við teikningar. Heimildarmynd um Ketil var frumsýnd í mars árið 2008 en það voru Tómas Lemarquis og Joseph Marzolla sem stóðu að myndinni.