Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 14:25 Lögin voru samþykkt á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda. Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda.
Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00