Slökkva á áróðurshátölurunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. apríl 2018 06:01 Íbúar og hermenn á landamærum ríkjanna hafa mátt búa við suður-kóreska síbylju árum saman. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Suður-Kóreumenn slökktu í morgun á hátalarastæðunni sem stendur á landamærum ríkisins við Norður-Kóreu. Stæðan hefur verið notuð í áraraðir til að varpa hvers kyns suður-kóreskum áróðri yfir landamærin, hvort sem það er dægurtónlist eða fréttir sem gagnrýna stjórnvöld í norðri. Í ljósi þíðunnar sem nú virðist vera komin í samskipti ríkjanna tveggja hefur hins vegar verið ákveðið að slökkva á hátölurnum. Fulltrúar ríkjanna funda á föstudag og vona Suður-Kóreumenn að þessi ákvörðun þeirra verði til að létta andrúmsloftið enn frekar. Á þessari stundu er þó ekki vitað hvort að Norður-Kóreumenn ákveði að gera slíkt hið sama, en þeir hafa einnig starfrækt hátalarastæðu sem varpar áróðri yfir til Suður-Kóreu. Talsmaður suður-kóresku samninganefndarinnar segist vona að þögnin frá hátölurunum muni leggja grunninn að friði og nýju upphafi í samskiptum ríkjanna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem slökkt hefur verið á hátölurunum. Það var til að mynda gert árið 2004 en þegar tveir suður-kóreskir hermenn slösuðustu árið 2015 eftir að hafa stigið á norður-kóreskar jarðsprengjur var aftur kveikt á þeim. Síðar sama ár var aftur slökkt á hátölurunum en þegar Norður-Kóreumenn hófu tilraunir á vetnissprengjum árið 2016 var ákeðið að byrja áróðursútsendingarnar aftur. Suður-Kóreumenn hafa ekkert viljað segja um það hvort þeir hyggist kveikja aftur á hátölurunum að fundahaldi föstudagsins loknu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56 Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Bein lína á milli leiðtoga Kóreuríkjanna í fyrsta sinn Skrifstofur leiðtoga Suður- og Norður-Kóreu hafa verið tengdar saman með beinni símalínu sem gerir þeim kleift að ræða saman milliliðalaust og án fyrirvara. Leiðtogar Kóreuríkjanna hafa aldrei áður verið í svo beinu sambandi. 20. apríl 2018 11:56
Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. 21. apríl 2018 13:35
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59