Spyr hvaða reglur gildi um umræður stofnana á samfélagsmiðlum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hvað mega opinberar stofnanir gera á Facebook? Að því vill Helgi Hrafn Gunnarsson komast. Skjáskot Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill fá að vita hvaða reglur gilda um notkun og þátttöku ríkisstofnana í umræðum á samfélagsmiðlum. Þetta er meðal þess sem felst í fyrirspurn hans til forsætisráðherra. Fyrirspurninni hefur enn ekki verið dreift á Alþingi en Helgi greinir frá henni í þræði á Pírataspjallinu á Facebook. Þráðurinn varðar fyrirspurn lyfjafræðingsins Daða Freys Ingólfssonar, sem skipaði 12. sæti á lista Pírata í Reykjavík norður síðasta haust, um það hvaða rétt ríkisstofnun hefur til að ákveða hverjir megi kommentera á Facebook-síðu þeirra.Helgi Hrafn GunnarssonVísir/Vilhelm„Nú hef ég nýlega verið blokkaður af Facebook-síðu Lyfjastofnunar fyrir að vera ósammála nokkrum ákvörðunum sem þeir eru að flagga á veggnum hjá sér,“ ritar Daði. Í skeytum sínum gagnrýndi hann stuðning stofnunarinnar við rafrettufrumvarpið svokallaða svo og flokkun hennar á kannabídíól sem lyfjaefni. „Ég var alltaf að vonast til að fá allavega einhver smá viðbrögð en fékk bara block í staðinn.“ Beindi Daði í kjölfarið spurningu til velferðarráðuneytisins um hvort stofnuninni væri þetta heimilt. Svarið var á þann veg að stjórnvöldum væri í sjálfsvald sett hvernig þær hagi aðgangsstýringum á samfélagsmiðlum sínum enda sé ekki um stjórnvaldsákvarðanir að ræða. Fyrirspurn Helga Hrafns, sem spratt upp af samskiptunum, er í þremur töluliðum og snýr líka að því hvaða rétt borgarinn hafi til að tjá sig á svæðum stofnana og hvort stofnuninni beri skylda til að svara. „Þessi spurning verður eiginlega áhugaverðari því meira sem maður pælir í henni,“ ritar Helgi á Pírataspjallinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira