Óánægju gætir meðal árrisulla sundlaugargesta Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Gunnar Axel Axelsson Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund. Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Óánægja er meðal starfsfólks sundlauga í Hafnarfirði sem og fastagesta vegna nýrra sumaropnunartíma að sögn Gunnars Axels Axelssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Breyta á opnunartímanum þannig að laugin verður opnuð seinna um helgar. Gunnar segir opnunartímana hafa verið samþykkta í góðri trú í desember við umræðu um fjárhagsáætlun. „Síðan berast mér upplýsingar um að það séu átök við starfsmenn sundlauganna. Þá fer ég að skoða málið betur,“ segir Gunnar. Hann segist hafa haft samband við starfsfólk sundlauganna sem hafi staðfest breytingar á vaktafyrirkomulaginu og það taki gildi 1. maí samhliða nýjum opnunartímum. Þá þýði breytingarnar að starfsfólk þurfi að taka á sig kjaraskerðingu. „Þeir sem ég hef talað við staðfesta að starfsfólk muni lækka um um það bil 20 þúsund krónur á mánuði.“ Þá hafi Gunnari ofboðið minnisblað sem inniheldur tillögurnar en var ekki birt með fundargerð af fundi fræðsluráðs þar sem málið var afgreitt. Þar er sagt að „fáeinir árrisulir fastakúnnar gætu verið ósáttir“, og tekið fram að meðalaldur fólksins í hópi fastakúnna sé nokkuð hár. „Mér vitandi hefur ekki verið gerð nein sérstök könnun á aldri sundlaugargesta og í raun sé ég ekki hvaða máli hann skiptir,“ segir Gunnar sem telur ástæðuna fyrir því að opnunartímarnir skuli ekki fá að halda sér á morgnana vera sparnað. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri vill ekki tjá sig um málið en bendir á næsta bæjarstjórnarfund.
Birtist í Fréttablaðinu Sundlaugar Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira