Ætlar að veiða ETA-liða eftir upplausn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar. Vísir/EPA Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu því í gær yfir að samtökin hefðu verið leyst upp að fullu og að allri starfsemi hefði verið hætt. Er þar með fimmtíu ára ofbeldisfullri sögu ETA lokið en ódæðisverk ETA kostuðu um 850 lífið. Í yfirlýsingu sem ETA sendi meðal annars á BBC sagði að ETA myndi ekki lengur tjá pólitískar skoðanir sínar né berjast fyrir sjálfstæði Baska. Fyrrverandi meðlimir ETA myndu þó halda áfram baráttunni á eigin vegum fyrir „sameinuðu, sjálfstæðu, sósíalísku, baskneskumælandi, feðraveldislausu Baskaríki“. Þótt samtökin hafi nú lagt niður vopn sín, leyst upp og beðist afsökunar að hluta ætlar Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, ekki að sýna neina miskunn. Sagði hann í gær að ETA-liðar fengju engan frið, ríkisstjórnin myndi finna alla þá sem hefðu staðið að hryðjuverkum. „Það skiptir engu máli hvað ETA-liðar kjósa að gera á næstu dögum. Það verður ekkert refsileysi. Ekkert mun breyta því að verkefni þeirra hefur að öllu leyti mistekist,“ sagði Rajoy. Bætti hann því við að þótt ETA tilkynni um hvarf sitt hverfi fyrri glæpir samtakanna ekki. Stjórnvöld muni halda áfram að eltast við ETA-liða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Afsökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn. 21. apríl 2018 13:30 ETA biðst afsökunar og leysist upp Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. 20. apríl 2018 08:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Euskadi Ta Askatasuna (ETA), aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu því í gær yfir að samtökin hefðu verið leyst upp að fullu og að allri starfsemi hefði verið hætt. Er þar með fimmtíu ára ofbeldisfullri sögu ETA lokið en ódæðisverk ETA kostuðu um 850 lífið. Í yfirlýsingu sem ETA sendi meðal annars á BBC sagði að ETA myndi ekki lengur tjá pólitískar skoðanir sínar né berjast fyrir sjálfstæði Baska. Fyrrverandi meðlimir ETA myndu þó halda áfram baráttunni á eigin vegum fyrir „sameinuðu, sjálfstæðu, sósíalísku, baskneskumælandi, feðraveldislausu Baskaríki“. Þótt samtökin hafi nú lagt niður vopn sín, leyst upp og beðist afsökunar að hluta ætlar Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, ekki að sýna neina miskunn. Sagði hann í gær að ETA-liðar fengju engan frið, ríkisstjórnin myndi finna alla þá sem hefðu staðið að hryðjuverkum. „Það skiptir engu máli hvað ETA-liðar kjósa að gera á næstu dögum. Það verður ekkert refsileysi. Ekkert mun breyta því að verkefni þeirra hefur að öllu leyti mistekist,“ sagði Rajoy. Bætti hann því við að þótt ETA tilkynni um hvarf sitt hverfi fyrri glæpir samtakanna ekki. Stjórnvöld muni halda áfram að eltast við ETA-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Afsökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn. 21. apríl 2018 13:30 ETA biðst afsökunar og leysist upp Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. 20. apríl 2018 08:44 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Afsökunarbeiðni skref í átt að upplausn ETA Aðskilnaðarsamtök Baska biðjast afsökunar. Höfðu áður lagt niður vopn. Gerðu fjölda árása og myrtu meðal annars forsætisráðherra á sínum tíma. Afsökunarbeiðninni hafnað. Spænska ríkið fer fram á skilyrðislausa upplausn. 21. apríl 2018 13:30
ETA biðst afsökunar og leysist upp Búist er við því að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, verði formlega leyst upp á allra næstu vikum. 20. apríl 2018 08:44