Hundur sem réðst á kött í Klukkubergi í Hafnarfirði rétt fyrir jól í fyrra þarf meiri gæslu.
Þetta er mat heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogsvæðis sem á síðasta fundi sínum tók fyrir bæði lögregluskýrslu um atvikið og skoðaði „atferlismat sem unnið var í kjölfarið varðandi hundinn“, segir í bókun heilbrigðisnefndar sem leggur fyrir eiganda hundsins að gæta dýrsins betur.
