Æfðu vistvænan akstur hjá Benz Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2018 07:00 Uwe Byer ásamt nemendum í vistvæna akstrinum við Tourismo hópferðabíl sem notaður var við verklegu kennsluna. EvoBus, framleiðandi Mercedes-Benz og Setra hópferðabíla, og Askja buðu helstu viðskiptavinum sínum á námskeið í vistakstri fyrir ökumenn hópferðabíla. Um 30 bílstjórar tóku þátt í námskeiðinu sem haldið var í Reykjavík og nágrenni í síðustu viku og var námskeiðið blanda af verklegum æfingum og fyrirlestrum í kennslustofu. Við verklegu kennsluna var notast við nýjan 49 sæta Toursimo sýningarbíl sem Askja hefur til umráða fram á sumar. Kennari á námskeiðinu var Uwe Byer en hann hefur verið aðalkennari íslenskra ökumanna á akstursnámskeiðum í Þýskalandi undanfarin ár.Fyrir og eftir „Námskeiðið er blanda af akstri þar sem nemendur aka hópferðabíl í umferð við hefðbundnar aðstæður. Síðan taka þeir bóklegan hluta í kennslustofu þar sem farið er yfir hugmyndafræði vistakstursins og ekki síður öryggisþátt námskeiðsins sem er stór hluti af þessu öllu. Til að byrja með aka allir nemendur einn hring eins og þeir eru vanir og sitja allir nemendur í bílnum á meðan. Þegar þessum hring er lokið er farið yfir niðurstöður akstursins hjá hverjum og einum. Farið er yfir tíma, meðalhraða og eyðslu á eldsneyti. Þegar allir hafa lokið þessum fyrri hring er farið aftur í kennslustofuna og bóklegi hlutinn tekinn. Svo er farið út í bíl aftur og allir nemendur aka annan hring. Þá er hægt að bera saman og athuga hvort nemendur geti bætt árangur sinn, stytt aksturstíma, hækkað meðalhraða og lækkað eldsneytiseyðslu. Í langflestum tilfellum hafa nemendur bætt sig á milli ferða, en að sjálfsögðu geta aðstæður haft þar áhrif, m.a. umferð, tafir og fleira,“ segir Uwe en hann hefur komið tvívegis áður til Íslands til þess að kenna ökumönnum á námskeiðum. Það er gott að keyra á Íslandi „Það er gott að keyra á Íslandi, umferðin er þægileg og þetta er eins og að vera í litlum bæ í Þýskalandi en ekki í stórborg þar sem oft er mjög erfitt að keyra. Ísland er líka mjög fallegt land og það er sérlega gaman að keyra út fyrir borgina og sjá alla þessa fallegu náttúru,“ segir Uwe. „Með þessu námskeiði vildum við bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar og ekki síður stuðla að aukinni hagkvæmni, öryggi farþega og ökumanna. Þetta námskeið er það fyrsta sem haldið er hér á landi með þessari uppsetningu. Það er samdóma álit nemenda að námskeið af þessu tagi séu mjög góð. Bæði finnst nemendum þeir bæta sig sem ökumenn og öðlast þekkingu á að vera hagkvæmari í akstri. Það að geta minnkað eyðslu um 5-7 prósent á bílum sparar mikið í eldsneytiskaupum,“ segir Sigurður Einar Steinsson hjá Mercedes-Benz atvinnubílum Öskju. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent
EvoBus, framleiðandi Mercedes-Benz og Setra hópferðabíla, og Askja buðu helstu viðskiptavinum sínum á námskeið í vistakstri fyrir ökumenn hópferðabíla. Um 30 bílstjórar tóku þátt í námskeiðinu sem haldið var í Reykjavík og nágrenni í síðustu viku og var námskeiðið blanda af verklegum æfingum og fyrirlestrum í kennslustofu. Við verklegu kennsluna var notast við nýjan 49 sæta Toursimo sýningarbíl sem Askja hefur til umráða fram á sumar. Kennari á námskeiðinu var Uwe Byer en hann hefur verið aðalkennari íslenskra ökumanna á akstursnámskeiðum í Þýskalandi undanfarin ár.Fyrir og eftir „Námskeiðið er blanda af akstri þar sem nemendur aka hópferðabíl í umferð við hefðbundnar aðstæður. Síðan taka þeir bóklegan hluta í kennslustofu þar sem farið er yfir hugmyndafræði vistakstursins og ekki síður öryggisþátt námskeiðsins sem er stór hluti af þessu öllu. Til að byrja með aka allir nemendur einn hring eins og þeir eru vanir og sitja allir nemendur í bílnum á meðan. Þegar þessum hring er lokið er farið yfir niðurstöður akstursins hjá hverjum og einum. Farið er yfir tíma, meðalhraða og eyðslu á eldsneyti. Þegar allir hafa lokið þessum fyrri hring er farið aftur í kennslustofuna og bóklegi hlutinn tekinn. Svo er farið út í bíl aftur og allir nemendur aka annan hring. Þá er hægt að bera saman og athuga hvort nemendur geti bætt árangur sinn, stytt aksturstíma, hækkað meðalhraða og lækkað eldsneytiseyðslu. Í langflestum tilfellum hafa nemendur bætt sig á milli ferða, en að sjálfsögðu geta aðstæður haft þar áhrif, m.a. umferð, tafir og fleira,“ segir Uwe en hann hefur komið tvívegis áður til Íslands til þess að kenna ökumönnum á námskeiðum. Það er gott að keyra á Íslandi „Það er gott að keyra á Íslandi, umferðin er þægileg og þetta er eins og að vera í litlum bæ í Þýskalandi en ekki í stórborg þar sem oft er mjög erfitt að keyra. Ísland er líka mjög fallegt land og það er sérlega gaman að keyra út fyrir borgina og sjá alla þessa fallegu náttúru,“ segir Uwe. „Með þessu námskeiði vildum við bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar og ekki síður stuðla að aukinni hagkvæmni, öryggi farþega og ökumanna. Þetta námskeið er það fyrsta sem haldið er hér á landi með þessari uppsetningu. Það er samdóma álit nemenda að námskeið af þessu tagi séu mjög góð. Bæði finnst nemendum þeir bæta sig sem ökumenn og öðlast þekkingu á að vera hagkvæmari í akstri. Það að geta minnkað eyðslu um 5-7 prósent á bílum sparar mikið í eldsneytiskaupum,“ segir Sigurður Einar Steinsson hjá Mercedes-Benz atvinnubílum Öskju.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent