Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2018 11:44 Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00 Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði
Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00
Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði Morgun og kvöldvakt gáfu samtals 71 lax Veiði Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Síðasti veiðidagurinn í Elliðavatni er í dag Veiði Veiðin fer vel af stað í Hlíðarvatni Veiði