Hefur áhyggjur af velferð og réttindum fólks í ferðaþjónustu Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi en 400 eru innan vébanda SAF. Vísir/stefán Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags í Þingeyjarsýslum, segir dæmi um það að einstaklingar í vinnu í ferðaþjónustu séu ekki einu sinni skráðir starfsmenn hér á landi heldur fari laun þeirra í gegnum reikninga erlendis. Kjarasamningar eru því virtir að vettugi og erfitt fyrir stéttarfélögin að finna þessa starfsmenn. „Það er fullt tilefni til að hafa áhyggjur af velferð fólks í ferðaþjónustu, kjötvinnslum og sláturhúsum og við akstur hópferðabifreiða eins og staðan er í dag,“ segir Aðalsteinn Árni. Um 3.000 fyrirtæki starfa í ferðaþjónustu hér á landi og eru um 400 þeirra innan vébanda SAF. Greinin hefur vaxið mikið á síðustu árum og er nú orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar(SAF) segir ólíðandi að heiðarleg fyrirtæki þurfi að keppa við aðra sem stundi grímulaust undirboð á vinnumarkaði. „Það er alveg ljóst að við hjá SAF líðum það ekki ef fyrirtæki virða ekki gerða kjarasamninga hér á landi og skili ekki sköttum og skyldum eins og vera ber. Við þekkjum ekki þessi dæmi sem nefnd eru til sögunnar en höfum heyrt þessa umræðu,“ segir Skapti Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.„Innan okkar vébanda starfa fyrirtæki með löglegan og heiðarlegan rekstur og óforsvaranlegt með öllu fyrir þau fyrirtæki að þurfa að keppa við aðra sem stunda undirboð á vinnumarkaði. Hér gilda kjarasamningar sem menn þurfa að fara eftir.“ Skattrannsóknarstjóri hefur áður greint frá því að dæmi séu um að fyrirtæki hér noti posa frá erlendum fyrirtækjum og greiðslur fari þá í gegnum erlenda færsluhirða og inn á erlenda bankareikninga. Þannig komist menn undan skatti hér á landi. „Við erum að sjá það sama með erlenda vinnuaflið,“ segir Aðalsteinn Árni. „Greiðslan kemur aldrei til landsins og launin eru greidd á erlendan reikning erlendis frá.“ Fyrir liggur á þingi lagabreytingartillaga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Snýr lagabreytingin að keðjuábyrgð fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Að mati Aðalsteins Árna þarf þessi breytingartillaga að ganga lengra. „Að mati okkar gengur frumvarpið því miður of skammt þar sem keðjuábyrgðin er einungis bundin við byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð,“ segir Aðalsteinn Árni. „Þegar frumvarpið kom fyrst fagnaði maður. Hins vegar hefur svo margt breyst,“ segir Aðalsteinn Árni. Ferðaþjónustan hefur vaxið gríðarlega á síðustu árum og því fylgja vaxtarverkir. „Við erum að sjá mjög alvarleg brot í ferðaþjónustunni og búin að upplifa helling í mannvirkjagerð. Það liggur við að maður hafi þurft að hafa með sér lífvörð þegar maður hefur verið að taka á þessum erlendu fyrirtækjum,“ bætir Aðalsteinn Árni við.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira