Ljósmæður gapandi og orðlausar yfir bréfi ráðuneytisins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. maí 2018 20:00 Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ljósmæður í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að falla frá aðgerðum um yfirvinnubann eftir að fjármálaráðuneytið lýsti því yfir að þessar aðgerðir væru ólöglegar. Þær eru gapandi og orðlausar vegna málsins. Meirihluti ljósmæðra á fæðingar-og meðgöngudeildum í Reykjavík og á Akureyri lýsti því yfir í gær að þær ætluðu ekki að taka að sér yfirvinnu frá 1. maí fyrr en fyrr en kjarasamningur mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands lægi fyrir. Aðgerðirnar hófust eftir miðnætti. Um hádegi í dag barst tilkynning frá ljósmæðrum á Landspítalanum um að þær neyddust til að hætta aðgerðum. Ljósmæðrafélaginu hefði borist bréf frá ríkisvaldinu þess efnis að að aðgerðir ljósmæðra væru með öllu óheimilar. Í bréfinu frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum er meðal annars skorað á Ljósmæðrafélag Íslands að beita sér fyrir því að aðgerðum ljósmæðra verði hætt ella muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúræða. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, sendi svar í dag þar sem kemur fram að félagið standi ekki fyrir ólögmætum aðgerðum og hafni þeim aðdróttunum. Þá er skorað á ljósmæður að standa ekki að slíkum aðgerðum. Ljósmóðir á Landspítalanum segir félagið ekki aðila að málinu. Ljósmæður séu forviða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins. „Við erum eiginlega bara gapandi, gáttaðar og orðlausar. Það er eins og við megum bara ekki neitt og maður spyr sig erum við í Norður-Kóreu eða erum við á Íslandi?“ segir Guðrún Gunnlaugsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Hún segir að ljósmæður hafi neyðst til að hætta aðgerðum. „Við neyddumst til að senda aðra tilkynningu í dag, 1. maí, svolítið táknrænn dagur, þar sem við erum að reyna að berjast en fólk er barið niður,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37 Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18 Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Meirihluti ljósmæðra á Landspítalnum hættir að taka að sér aukavinnu Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. 30. apríl 2018 08:37
Ríkið segir ljósmæðrum óheimilt að taka ekki að sér aukavinnu Ljósmæðrafélagi Íslands barst bréf frá ríkinu í dag. 1. maí 2018 13:18
Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. 1. maí 2018 15:17