Rekstrarfélagið IA tónlistarhátíð ehf., sem ÚTÓN stofnaði árið 2010, hefur á undanförnum árum séð um rekstur tónlistarhátíðarinnar. Rekstur hátíðarinnar síðastliðin tvö ár var hins vegar afar þungur og skilaði tug milljóna tapi. Úr varð að Sena Live hefur tekið yfir rekstur hátíðarinnar og IA tónlistarhátíð ehf. sett í þrot. Tónlistarhátíðin heldur því sama nafni en ný kennitala er að baki reksturs hennar.
Hér fyrir neðan má sjá skot Lóu Hjálmtýsdóttur, söngkonu FM Belfast, á Iceland Airwaves.
Hæ allir íslenskir listamenn á þessum lista. Ef ég væri þið þá myndi ég reyna að fá greitt fyrirfram. Við í FM Belfast fengum ekki krónu fyrir @icelandairwaves 2017 https://t.co/n8WhdO8mkd
— Lóa (@Loahlin) May 14, 2018
FM Belfast hefur undanfarið bent á að hljómsveitin hefði ekki fengið neitt greitt fyrir að leika á hátíðinni í fyrra og beint gagnrýni sinni að Twitter-síðu Iceland Airwaves en þar hefur undanfarið verið kynnt hvaða listamenn verða á hátíðinni í haust og óskað eftir sjálfboðaliðum.
Þegar óskað var eftir sjálfboðaliðum á Twitter-síðu Iceland Airwaves barst ábending um að mögulega væri hægt að heyra í meðlimum FM Belfast til að sinna sjálfboðavinnu á hátíðinni í ár, því þeir fengu ekki borgað fyrir vinnu sína í fyrra og því í raun sjálfboðaliðar þá.
Maybe you should ask the nice people in @fmbelfast if they'd like to do some volunteering work. I've heard they already did some for you last year...
— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) May 16, 2018
Í svari Iceland Airwaves kom fram að eina ástæðan fyrir því að FM Belfast fékk ekki greitt eins og aðrir sé sú að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu ekki sent reikning. Þar er því haldið fram að skiptastjóri hafi sami við FM Belfast um að fá 30 prósent greitt af upprunalegu upphæðinni sem hljómsveitin átti að fá fyrir að spila á hátíðinni. Það eru nýir rekstaraðilar Iceland Airwaves, Sena Live, sem svara hljómsveitinni og þá þeim að heyra að þeim finnist þessi gagnrýni ósanngjörn þar sem þeir hafi ekki komið nálægt samningum eða uppgjöri við hljómsveitina.
Meðlimir FM Belfast hafa bent á að þeir hafi verið beðnir af rekstaraðilum hátíðarinnar í fyrra um að senda reikning í mars og þess vegna hafi reikningurinn ekki borist á sama tíma og reikningar frá öðrum listamönnum sem spiluðu á hátíðinni í fyrra.
Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti á milli meðlima sveitarinnar og Iceland Airwaves. Það hefst með þessu innleggi Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast.
Hér má sjá @icelandairwaves reyna að kenna okkur um að hafa ekki fengið greitt vegna þess að við hefðum ekki sent reikning tímanlega. Staðreynd málsins er að við vorum beðin um að senda reikning í mars. Svo er það staðreynd að við unnum vinnuna okkar, það voru nokkur vitni. https://t.co/dyvGavaLyp
— Árni Plúseinn (@arnipluseinn) May 17, 2018