Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. maí 2018 06:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. VÍSIR/VILHELM Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira