Heilsa ehf. hefur, eftir að hafa haft samráð við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Guli miðinn – B-súper þar sem það inniheldur of mikið af B6-vítamíni.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur en eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Guli miðinn.
Vöruheiti: B-súper.
Best fyrir dagsetningar: Allar.
Lotunúmer: Öll.
Strikanúmer: 5690684000196 og 5690684000172.
Nettómagn: 30 og 120 töflu glös.
Pökkunaraðili: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir um land allt.
Neytendum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki eða farga eða skila henni til þeirrar verslunar þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517 0670.
Innkalla fæðubótarefni sem inniheldur of mikið af B6-vítamíni
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
