Nýir flokkar í sókn og Putin í Víglínunni Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:23 Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20. Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.
Víglínan Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira