Trump og Kim funda 12. júní Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 15:20 Donald Trump og Kim Jong-un. Vísir/AFP Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017 Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira
Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn sagði frá þessu í tísti nú fyrir skömmu og tók hann fram að fundarins væri beðið með mikilli eftirvæntingu. Þetta verður í fyrsta sinn sem leiðtogar ríkjanna munu hittast. Trump kom heiminum í opna skjöldu í byrjun apríl þegar hann samþykkti fundarboð frá Norður-Kóreu, án þess að ræða við ráðgjafa sína, eftir að honum barst boðið í gegnum erindreka frá Suður-Kóreu.The highly anticipated meeting between Kim Jong Un and myself will take place in Singapore on June 12th. We will both try to make it a very special moment for World Peace!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 10, 2018 Kim kom þó heiminum meira á óvart með boði sínu og viðleitni til viðræðna eftir margra ára hótanir um stríðsrekstur og hefur hann jafnvel hótað því að beita kjarnorkuvopnum sínum gegn Bandaríkjunum. Nú virðist hann tilbúinn til að láta vopn sín af hendi gegn samkomulagi um að Bandaríkin muni ekki reyna að velta honum úr sessi og niðurfellingu viðskiptaþvingana. Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Singapúr er valið sem vettvangur viðkvæmra viðræðna en árið 2016 hittust leiðtogar Kína og Taívan þar í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Singapúr á í nánum samskiptum við Bandaríkin og hefur lengi átt í samskiptum og viðskiptum við Norður-Kóreu. Singapúr batt þó enda á viðskiptasamband ríkjanna í nóvember í fyrra þegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu, vegna eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana ríkisins, voru hertar. Vert er að hafa í huga að ekki er langt síðan Trump og Kim voru að hóta hvorum öðrum árásum og að móðga hvorn annan.Why would Kim Jong-un insult me by calling me "old," when I would NEVER call him "short and fat?" Oh well, I try so hard to be his friend - and maybe someday that will happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 12, 2017
Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Sjá meira