Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:28 Sjálfstæðismenn hafa verið í hreinum meirihluta í Eyjum í tólf ár en eftir kosningarnar nú verður breyting þar á. Vísir/pjetur Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17