Vinnumat fellt út og 150 þúsund króna eingreiðsla Elín Margrét Böðvarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 28. maí 2018 14:03 Dagur B. Eggertsson, sagði frá því í oddvitakappræðum helstu flokka að borgin væri búin að semja við grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Launahækkun upp á 4,1% og 150 þúsund króna eingreiðsla er á meðal þess sem nýr kjarasamningur grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga felur í sér. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst þann 31. maí. Sjá nánar hér: Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Undirritun nýs kjarasamnings við grunnskólakennara féll nokkuð í skuggann af sveitarstjórnarkosningunum en hann var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis á föstudaginn, þar sem málsaðilar hafa fundað stíft að undanförnu. Dagur B. Eggertsson, borgarstóri upplýsti um samninginn í kappræðuþætti oddvita á Stöð 2. Kynning fyrir félagsmenn á efnisatriðum nýs samnings er þegar hafin og gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um samninginn hefist á fimmtudaginn að sögn Þorgerðar Laufeyjar Diðriksdóttur, formanns Félags grunnskólakennara. Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt og lýkur þann 5. júní. „Við undirrituðum samning með fyrirvara um samþykki félagsmanna og það var ákveðið að færi í kynningu eftir helgi og við erum farin af stað að kynna samninginn fyrir kennurum,“ segir Þorgerður. Samkvæmt upplýsingum sem félagsmönnum hafa verið sendar um efni samningsins felur hann meðal annars í sér 150 þúsund króna eingreiðslu þann 1. júlí og 4,1% launahækkun 1. júní. Þá verði vinnumat fellt út og tími til undirbúnings aukinn, launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu auk nýs menntunarkafla svo fátt eitt sé nefnt.Þorgerður Laufey Diðriksdóttir sagðist hafa samþykkt samninginn fyrir hönd Félags grunnskólakennara en félagsmenn greiða atkvæði um samninginn 31.maí.Kennarasamband Íslands„Það er svona ákveðin tilfærsla og breyting sem átti sér stað í þessum samningi sem við ætlum núna að bera undir félagsmenn og heyra hvað þeir segja um það.“ Félag grunnskólakennara hefur verið án samnings síðan í desember á síðasta ári en í mars felldu grunnskólakennarar kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga með rúmlega 68 prósentum atkvæða. Spurð hvort hún sé vongóð um að samningurinn verði samþykktur segir Þorgerður: „Við skrifuðum undir þennan samning í þeirri von að kennarar gefi því tækifæri að skoða hvað í honum felst.“ Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag gildir til 30. júní 2019, sé það niðurstaða í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kjarasamningur grunnskólakennara í höfn Samingurinn var undirritaður síðdegis í dag. 25. maí 2018 19:50